fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Pressan

Maður drukknaði í hótelsundlaug á Tenerife

Pressan
Laugardaginn 6. september 2025 16:30

Costa Adeje er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur hótelgestur á Tenerife, nánar tiltekið á Adeje-ströndinni, fékk hjartaáfall í sundlaug hótelsins þar sem hann dvaldist og lét lífið.

Canarian Weekly greinir frá þessu en atvikið átti sér stað á föstudagsmorgun. Öryggisverðir við sundlaugina urðu varir við að maðurinn átti í erfiðleikum í lauginni og drógu hann upp úr vatninu. Hann hafði þá fengið hjartaáfall.

Veittu þeir honum fyrstu hjálp á vettvangi og kölluðu til sjúkralið. Tókst um skeið að koma jafnvægi á líðan mannsins en hann lést þó skömmu síðar á sjúkrahúsi.

Málið er til rannsóknar og hefur ekki verið upplýst að fullu en allt lítur út fyrir að banamein mannsins hafi verið hjartaáfall og drukknun.

Þjóðerni mannsins kemur ekki fram í Canarian Weekly en þar segir að 39 dauðsföll hafi orðið á Kanaríeyjum vegna drukknunar það sem af er ári. Er það nokkur fækkun frá fyrri árum.

Flest atvikin hafa átt sér stað á baðströndum en einnig nokkuð mörg í sundlaugum. Meirihluti hinna látnu eru karlmenn yfir sextugu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara