fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Ellefu ára drengur skotinn til bana eftir að hafa gert dyraat með vinum sínum

Pressan
Mánudaginn 1. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir í einu af úthverfum Houston eftir að húsráðandi skaut ellefu ára dreng til bana um helgina. Hafði drengurinn unnið sér það eitt til saka að hafa gert dyraat á heimili mannsins, að því er fram kemur í frétt NBC News.

Atvikið átti sér stað á laugardagskvöld og þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var drengurinn illa særður á götunni. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést af sárum sínum í gærkvöldi.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að drengurinn hafi verið skotinn nokkrum sinnum, þar á meðal í bakið, og mun drengurinn hafa verið með fleiri vinum sínum þegar atvikið varð.

Karlmaður á miðjum aldri var handtekinn vegna málsins en síðar sleppt. Michael Cass, lögreglustjóri á svæðinu, segir líklegt að ákæra fyrir morð verði gefin út. Telur Michael ólíklegt að hinn grunaði geti borið fyrir sig sjálfsvörn þar sem hann hljóp á eftir hópnum.

Lögregla lagði hald á nokkur skotvopn á heimili mannsins, þar á meðal skammbyssur og riffla.

Þetta er ekki fyrsta málið af þessum toga sem kemur upp í Bandaríkjunum á árinu, en fyrir skemmstu var karlmaður ákærður fyrir að skjóta 18 ára pilt til bana í Virginíu. Hafði sá gert dyraat á heimili mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn

Gríðarlegt áfall þegar hún frétti af því sem unnusti hennar gerði árið 2001 – Nú er dómur loks fallinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn