fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlíf er hollt og kynlíf er gott. En það eru takmörk á hversu marga rekkjunauta þú mátt eiga ef þú vilt halda stöðu þinni sem verandi vænlegur/vænleg kærasti/kærasta.

Þetta er niðurstaða nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Nature Scientific Reports. Í henni eru settar fram tölur um hversu marga rekkjunauta fólk má hafa átt til að fá mörg stig á „kærustu(a)-mælinum“.

Þú getur strax kastað gömlu fordómunum um að konur séu dæmdar harðar en menn fyrir að hafa lifað virku kynlífi eða að karlar líti sjálfkrafa upp til karla sem hafa stundað kynlíf með mörgum konum.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að munurinn á milli kynjanna sé smávægilegur þegar kemur að því hvað okkur finnst vænlegt á þessu sviði.

Andrew Thomas, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það veki athygli hversu líka tilhneigingu fólk hafi í þessu efnum – „Að hafa átt marga rekkjunauta er talið gera fólk síður vænlegra en ef það hefur átt færri,“ sagði hann.

Og það eru ákveðnar tölur sem marka skilin á milli þess að vera talin(n) vænlegur maki eða ekki. Vísindamennirnir segja að hámarkinu sé náð ef rekkjunautarnir eru á bilinu einn til fjórir. Ef þú hefur aldrei stundað kynlíf eða fjöldi rekkjunautanna er sex eða sjö, þá er niðurstaðan hin sama – hvorki ofurgóð né algjör hörmung.

En ef fjöldi rekkjunauta er mikill, þá þykir fólk síður vænlegt í þessum efnum og þeim mun lengri sem listinn er, þeim mun minni áhuga hafa aðrir á viðkomandi. Að minnsta kosti ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér