fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Kaffi og kanill – Svínvirkar gegn geitungum

Pressan
Laugardaginn 30. ágúst 2025 15:30

Geitungar gegna ákveðnu hlutverki í vistkerfinu en eru hvimleiðir fyrir okkur fólkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðla sumars verða geitungar yfirleitt frekar viðskotaillir og ágengir og eiga það til að herja á fólk þegar það situr utandyra, sérstaklega ef það er með mat eða drykk. Það þarf ekki endilega að ná í flugnaspaða til að takast á við þá ef þú vilt fá að borða kvöldmatinn í friði í garðinum.

Lars Bøgh, líffræðingur og forstjóri Karpenhøj Naturcenter í Danmörku, segir að það sé mikilvægt að muna að geitungar eru nytjadýr því þeir veiði mikið af þeim dýrum sem éta blóm og grænmeti í görðum fólks.

Hann segir að af þessari ástæðu sé um að gera að reyna að halda geitungunum fjarri í staðinn fyrir að drepa þá en það krefst þess auðvitað að maður sé nánast með ís í maganum.

Hann segir að ef fólk vill veiða geitungana þá sé hægt að lokka þá með sætindum því þeir dragast sérstaklega mikið að sykri á þessum árstíma.

Hann segir að til dæmis sé hægt að setja melónubita á disk og koma fyrir fjarri matarborðinu. Einnig sé hægt að setja sykurvatn í flösku en þannig er hægt að veiða geitungana.

Ef ætlunin er að hræða þá, er hægt að setja þurran kaffikorg í eldfast mót og kveikja í honum. Reykurinn frá kaffikorginum fellur ekki í kramið hjá geitungum og ekki skemmir fyrir að kaffikorgur brennur mjög hægt og því ætti að vera hægt að fá langvarandi frið frá þessum óboðnu gestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu