fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Pressan
Laugardaginn 30. ágúst 2025 07:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tvö ár glímdi hin breska Dawn Clark við dularfulla hljóð, hljóð sem aðeins hún heyrði. Eins og gefur að skilja olli þetta henni miklu hugarangri.

Hljóðið var oft eins og tónlist og oft gekk þessi 46 ára þriggja barna móðir að útvarpinu til að slökkva á því en uppgötvaði þá að það var slökkt á því og hljótt í húsinu. „Þegar ég gekk að því til að slökkva sá ég að það var ekki kveikt á því,“ sagði hún að sögn Independent. Því næst taldi hún að dóttir hennar væri að hlusta á tónlist í herberginu sínu en svo var ekki.

Það var bara Dawn sem heyrði tónlistina og hélt að hún væri að klikkast þar til hún leitaði til læknis og fékk að vita hvað var að henni en það liðu tvö ár þar til sú greining lá fyrir.

Í fyrstu töldu læknar að hún þjáðist af svokölluðum Méniéres-sjúkdómi en hann tengist eyrum fólks og getur valdið svima, heyrnartapi og öðrum undarlegum einkennum. En í ljós kom að ekki var um þennan sjúkdóm að ræða.

Heilasneiðmynd sýndi að þessi dularfulla tónlist átti rætur að rekja til æxlis í heila Dawn. Það var einmitt á þeim stað þar sem það olli ofheyrnum. Læknum tókst að fjarlægja æxlið og þar með losnaði Dawn við tónlistina úr höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu