Kronen Zeitung skýrir frá þessu og hefur eftir saksóknara í Graz að stúlkan hafi „haldið ein á bornum, án þess að fá nokkra líkamlega aðstoða frá skurðlæknunum tveimur“.
Móðir hennar er annar umræddra skurðlækna og er hún sögð hafa sagt samstarfsfólki sínu stolt frá hvað dóttir hennar gerði við heila hins þrítuga sjúklings.
Móðirin hefur nú verið ákærð vegna málsins og það sama gildir um hinn skurðlækninn sem var viðstaddur aðgerðina.
Hinn skurðlæknirinn er sagður hafa breytt framburði sínum nokkrum sinnum eftir að rannsókn hófst. Í upphafi játaði hann fyrir vinnufélögum sínum að stúlkan hefði haldið ein á borvélinni en þegar lögreglan yfirheyrði hann, sagði hann að stúlkan hefði bara lagt hönd sína á hönd hans þegar hann boraði í heila sjúklingsins.
Í ákærunni segir að út frá gögnum málsins liggi fyrir að stúlkan hafi algjörlega upp á eigin spýtur sett borinn upp að höfuðkúpu sjúklingsins og borða.
Báðir skurðlæknarnir neita því að sögn Kurier.
Yfirstjórn sjúkrahússins hefur harmað atburðinn og segist harðákveðin í að komast að því hvað gerðist í raun og veru.
Góðu tíðindi í þessu öllu saman eru að aðgerðin heppnaði vel.