The Independent skýrir frá þessu og segir að miðað við lýsingu sjónarvottar hafi fyrsta líkið, sem fannst, virst „frekar vel farið“ en það bendir til að það hafi ekki legið lengi í vatninu. Það reyndist vera af karlmanni á fertugsaldri.
Hin þrjú líkin eru sögð hafa verið mun verr farin og hafi verið farin að rotna mikið. Þau eru öll af fullorðnum karlmönnum en enn á eftir að bera kennsl á þau sem og að skera úr um hvað varð mönnunum að bana.
Tvö líkanna báru greinileg merki þess að ofbeldi hefði verið beitt og því hóf lögreglan strax morðrannsókn.
24 ára karlmaður var handtekinn á miðvikudaginn. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvort hann sé grunaður um aðild á öllum morðunum eða hluta þeirra.