Mens Health skýrir frá þessu og segir að það sem þurfi til, sé eitthvað sem þú átt alveg örugglega í eldhúsinu.
Þú þarft að byrja á að finna rúmgott ílát, til dæmis bala eða fötu. Síðan fyllir þú ílátið með klökum og hellir síðan vatni yfir þar til það nær yfir alla klakana. Því næst seturðu salt út í, það skiptir engu hvort þú notar borðsalt eða gróft salt.
Svo er bara að setja drykkina niður í blönduna og láta liggja í henni í fimm til fimmtán mínútur. Þú getur stytt tímann ef þú hrærir létt í blöndunni inn á milli.
Af hverju virkar þetta?
Þegar salt er sett í vatn, þá lækkar frostmarkið sem gerir að verkum að það er hægt að ná lægri hita en núll gráðum án þess að blandan frjósi.
Þessi extra kuldi leggst að umbúðunum og kælir þær á skömmum tíma. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að kæla bjór, sem er 20 gráðu heitur, niður í 1,5 gráður á hálfri klukkustund.