fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Pressan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 20:30

Bjórdós. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestirnir eru á leiðinni en bjórinn og gosið er hálfvolgt og þú getur auðvitað ekki hugsað þér að bjóða þeim upp á volga drykki. En þú þarft ekki að örvænta því það er til aðferð til að kæla drykkina á nokkrum mínútum og þú þarft ekki að nota frystinn til þess.

Mens Health skýrir frá þessu og segir að það sem þurfi til, sé eitthvað sem þú átt alveg örugglega í eldhúsinu.

Þú þarft að byrja á að finna rúmgott ílát, til dæmis bala eða fötu. Síðan fyllir þú ílátið með klökum og hellir síðan vatni yfir þar til það nær yfir alla klakana. Því næst seturðu salt út í, það skiptir engu hvort þú notar borðsalt eða gróft salt.

Svo er bara að setja drykkina niður í blönduna og láta liggja í henni í fimm til fimmtán mínútur. Þú getur stytt tímann ef þú hrærir létt í blöndunni inn á milli.

Af hverju virkar þetta?

Þegar salt er sett í vatn, þá lækkar frostmarkið sem gerir að verkum að það er hægt að ná lægri hita en núll gráðum án þess að blandan frjósi.

Þessi extra kuldi leggst að umbúðunum og kælir þær á skömmum tíma. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að kæla bjór, sem er 20 gráðu heitur, niður í 1,5 gráður  á hálfri klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur