fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan

Pressan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 17:30

Ættingjar hjá konu sem liggur banaleguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar líkaminn telur niður síðustu klukkustundir lífsins, þá getur hann sent skýr merki um það. Julie McFadden, sem starfar á líknardeild, skrifaði bókina „Nothing to Fear: Demystifying Death to Live More Fully“ en í henni reynir hún að hjálpa fólki að sigrast á óttanum við dauðann.

Unilad skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem McFadden segi, þá sendi líkaminn oft frá sér þrenn skilaboð þegar líður að dauðastundinni.

Dauðahljóðið – Þetta er gúrglandi hljóð sem myndast þegar viðkomandi getur ekki lengur kyngt eða hóstað og slím og vökvi safnast fyrir í kokinu. Hljóðið myndar þegar loft fer framhjá slíminu og vökvanum. Það getur verið frekar óþægilegt að heyra þetta hljóð en það er algjörlega eðlilegt að það heyrist á síðustu klukkustundum lífsins.

Breyttur andardráttur – Andardrátturinn verður hægur, óreglulegur og það geta verið langar pásur á honum, eins og viðkomandi andi ekki lengur. Í lokin getur „kviðarholsöndun“ hafist og þá geta andvarpandi hreyfingar virst dramatískar en þær eru ekki sársaukafullar.

Dauðastundin – Þegar meðvitundin hverfur geta augu og munnur staðið opinn en ekki í fókus. Augnaráðið getur orðið gljáandi og tómlegt, McFadden kallar það „dauðastöruna“. Þrátt fyrir að manneskjan sýni engin viðbrögð, þá getur viðkomandi enn heyrt og hugsanlega fundið að fólk er til staðar.

McFadden leggur áherslu á að þessi merki sjáist ekki hjá öllum. Sumir deyja skyndilega án nokkurra fyrirboða en aðrir deyja hægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist