fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 03:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverri nóttu springa að meðaltali þrjár sprengjur í landi einu í miðri Evrópu. Á síðustu sex mánuðum hafa um 700 sprengjur sprungið og ekkert lát er á þessu ofbeldisverkum.

Það er alþekkt að glæpagengi notið sprengjur í átökum við önnur glæpagengi en nú eru þær orðnar hversdagsvopn í Hollandi og sprengjutilræðum fer sífellt fjölgandi.

Sprengjurnar eru yfirleitt gerðar úr ólöglegum flugeldum en markmiðið er ekki að fagna einhverju, það er að hafa í hótunum og hefna.

Hollenska sjónvarpsstöðin NOS skýrði frá þessu og sagði að árásum af þessu fjölgi sífellt.

Sprengjuárásir hafa árum saman verið tengdar skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnasmyglurum en þeir hafa árum saman notað handsprengjur í átökum við keppinauta.

Hollenska lögreglan segir að nýlega hafi aðrir byrjað að fara sömu leið og noti nú ólöglega flugelda til árása í margskonar málum, allt frá fjölskyldudeilum og afbrýðissemi yfir í viðskiptadeilur.

„Það er búið að gera þetta eðlilegt, en þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Jonathan Lindenkamp, sem var ráðinn sem öryggisvörður í fjölbýlishúsi í Duivendrecht í kjölfar þess að 12 íbúðir í húsinu eyðilögðust í sprengingu fyrr í sumar.  The New York Times skýrði frá þesu.

Það var mikið lán að enginn lést í sprengingunni en það var að sögn meiri heppni en eitthvað annað.

Brúðakjólaverslunin

Í desember létust sex manns í öflugri sprengingu í Haag þar sem þriggja hæða hús varð eldi að bráð hrundi næstum til grunna. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið, síðar kom í ljós að einn þeirra var fyrrum unnusti eiganda brúðakjólaverslunar, sem var í húsinu.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að árásin var skipulögð á dulkóðaðri spjallrás og að ætlunin hafi verið að sprengja eiganda brúðakjólaverslunarinnar. Lögreglan vinnur því út frá þeirri kenningu að um persónulega hefnd hafi verið að ræða, ekki skipulagða glæpastarfsemi.

Síðar í sama mánuði lést tvennt, auk þriggja hunda, í eldsvoða, sem kom upp í húsi í bænum Vroomshoop, eftir sprengingu. New York Times segir að sprengingin hafi tengst deilum á milli hundaræktanda og viðskiptavinar hans.

Í bænum Baarn, þar sem 25.000 manns búa, hafa níu sprengingar orðið það sem af er ári og lögreglunni tókst að koma í veg fyrir eina. Nú er búið að setja upp myndavélar á götuhornum og á bæjarmörkunum.

Frá ársbyrjun 2024 hafa að minnsta kosti 35 manns særst í sprengjuárásum í Hollandi, þar af þrír alvarlega.

Lögreglan reynir að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á sprengingunum en á sama tíma fjölgar þeim. Lögreglan segir að 2022 hafi verið tilkynnt um rétt rúmlega 340 sprengingar, flestar tengdust fíkniefnaviðskiptum eða annarri skipulagðri glæpastarfsemi.

2023 voru sprengingarnar 901 og á síðasta ári voru þær 1.244 og það stefnir allt í að talan verði enn hærri á þessu ári. Nú hefur sú breyting orðið að nú tengist meirihluti þeirra ekki skipulagðri glæpastarfsemi.

Ein af ástæðunum er að uppskriftin að hollenskri „hverdagssprengju“ er ótrúlega einföld. Maður kaupir bara Cobra 6 eða Cobra 8, sem eru ólöglegar ítalskar flugeldasprengjur með sprengikraft á við sprengiefni sem herir nota. Cobra 6 og Cobra 8 eru seldar á minna en 10 evrur stykkið.

Viðskiptin fara fram á Telegram við hlið viðskipta með fíkniefni og stolin greiðslukort.

Síðar eru ungir menn, oft unglingar, fengnir til að koma sprengjunni fyrir við dyr og þá þeir nokkur hundruð evrur fyrir vikið að sögn NOS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis