fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur tölvuleikjaspilari gat ekkert gert til að bjarga finnskri vinkonu sinni, sem hann var að spila við á netinu, þegar hún var myrt á hrottalegan hátt af ókunnugum manni sem braust inn hjá henni.

 Bretinn hafði spilað við konuna, sem var 32 ára Finni, í 10 klukkustundir þegar hann heyrði að rúða hjá henni brotnaði eftir að múrsteini var kastað í hana.

Innbrotsþjófurinn talaði finnsku við konuna og síðan byrjaði hún að öskra að sögn Bretans.

Þegar sambandið við konuna rofnaði, sendi Bretinn tölvupóst til lögreglunnar í Puumala, þar sem konan bjó.

Morðinginn, sem þekkti konuna ekki neitt, ók í norðurátt í eina klukkustund eftir að hann drap konuna. Þá stoppaði hann, fór inn í hlöðu, settist niður og kveikti í.

Íbúar á svæðinu hafa lýst hryllilegri aðkomu þar sem brennandi maður gekk út úr hlöðunni með opinn faðminn. Hann hné síðan niður.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis