Bretinn hafði spilað við konuna, sem var 32 ára Finni, í 10 klukkustundir þegar hann heyrði að rúða hjá henni brotnaði eftir að múrsteini var kastað í hana.
Innbrotsþjófurinn talaði finnsku við konuna og síðan byrjaði hún að öskra að sögn Bretans.
Þegar sambandið við konuna rofnaði, sendi Bretinn tölvupóst til lögreglunnar í Puumala, þar sem konan bjó.
Morðinginn, sem þekkti konuna ekki neitt, ók í norðurátt í eina klukkustund eftir að hann drap konuna. Þá stoppaði hann, fór inn í hlöðu, settist niður og kveikti í.
Íbúar á svæðinu hafa lýst hryllilegri aðkomu þar sem brennandi maður gekk út úr hlöðunni með opinn faðminn. Hann hné síðan niður.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést síðan.