fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Pressan
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 03:50

Raphael Graven. Mynd:TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur áhrifavaldur lést í beinni útsendingu og hefur málið vakið mikla athygli og óhug í Frakklandi. Áhorfendur sáu manninn, sem hét Raphael Graven, liggja á dýnu með sæng yfir sér. Hann hreyfðist ekki.

„Hann liggur undarlega,“ heyrðist rödd segja og síðan rofnaði útsendingin skyndilega að sögn Le Parisien.

Þá virðast aðrir, sem voru í herberginu með Graven, hafa áttað sig á að eitthvað mikið var að, Graven var dáinn.

Þetta gerðist á mánudaginn í litlu leiguherbergi í Contes, sem er nærri Nice, og allt var þetta í beinni útsendingu.

Graven tók þátt í enn einni beinu útsendingunni á vefsíðu Kick en útsendingin hafði staðið yfir í rúmlega 298 klukkustundir þegar Graven lést að sögn Le Monde.

Mörg þúsund manns fylgdu Graven á samfélagsmiðlum en þar var hann þekktur undir nafninu Jean Pormanove. Hann tók oft þátt í gerð ofbeldisfullra myndbanda þar sem hann var venjulega miðpunkturinn og fórnarlamb margvíslegs ofbeldis og niðurlæginga.

Lögreglan veit ekki enn hvað varð Graven að bana og bíður niðurstöður krufningar. Saksóknari sagði í gær að eins og staðan er núna, hafi ekkert komið fram sem bendi til að andlátið hafi borið að með grunsamlegum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann