fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Pressan
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 06:30

Óvíða er gæslan meiri en á landamærum Kóreuríkjanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreski herinn sagði nýlega að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að taka hluta af hátölurum, sem þeir hafa haft við landamæri ríkjanna, niður. Þetta sagði í tilkynningu frá hernum nokkrum dögum eftir að Suður-Kórea tilkynnti að hátalararnir sunnan megin yrðu teknir niður og hætt að útvarpa áróðri til norðurs.

CNN segir að norðanmenn séu þessu nú ekki alveg sammála því Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un einræðisherra, hafi sagt fyrir helgi að Norður-Kórea ætli ekki að fjarlægja hátalarana sín megin. Hún tók einnig fram að einræðisstjórnin hafi ekki í hyggju að hefja samningaviðræður við Bandaríkin og Suður-Kóreu.

Fyrr í vikunni sagði Lee Jae Myung, forseti Suður-Kóreu, að hann vonist til að löndin geti smám saman hafið viðræður á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök