fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Splundraði hjónabandinu – Leyndi 12 milljón króna fatakaupum um 2 ára skeið

Pressan
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 21:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Traustið er horfið. Ég get ekki hætt að hugsa um hvernig framtíð okkar hefði litið út, núna er þetta bara skápur fullur af dýrum fatnaði,“ segir eiginmaður. 

Eftir að hann komst að því að eiginkona hans hefði um tveggja ára skeið eytt 100 þúsund dölum eða rúmlega 12 milljónum króna í hönnunarfatnað sótti eiginmaðurinn um skilnað. Nú veltir hann fyrir sér hvort hann hafi brugðist of harkalega við og leitar ráða á spjallsvæðinu AmIOverreacting á Reddit, sem útleggja má sem Brást ég of hart við?

Segir maðurinn þau hafa verið heppin með arf og peninga, sem „átti að vera framtíð okkar  útborgun húss, eftirlaun, þú veist, fullorðinslegt drasl“, skrifar maðurinn, en kona hans hafði aðrar áætlanir. „Í staðinn, varð hún algjör kaupalki.“

Skilgreining hans á algjörum kaupalka? „Hún eyddi 100 þúsund dölum af arfinum á tveimur árum og hélt kaupunumleyndum allan tímann. „Í fyrstu tók ég ekki eftir því. Hún kom heim með nýja hluti og ég hugsaði bara „flottur nýr kjóll“ án þess að hugsa mikið um það. Svo fóru kreditkortareikningarnir að streyma inn.“

Maðurinn segist hafa reynt að taka á málinu „Við töluðum saman. Svo töluðum við meira saman. Svo fórum við í meðferð. En að lokum virkaði ekkert.“

Hjónabandið hélt samt, þar til annað leyndarmál eiginkonunnar kom í ljós. 

„Síðasti dropinn var að komast að því að hún átti leynigeymslu bara fyrir öll fötin sem pössuðu ekki lengur í skápinn okkar. Sum þeirra voru enn með merkimiða á!“

Mynd: Getty.

Maðurinn segir aðalmálið ekki vera að eiginkonan hafi eytt öllum þessum peningum, heldur sú staðreynd að peningarnir voru ætlaðir fyrir framtíð þeirra saman. 

„Ég er ekki að stjórna, hún getur eytt sínum eigin peningum eins og hún vill. En þetta var framtíð OKKAR sem hún var bókstaflega að slíta. Við erum að tala um 4.000 dala veski, hönnunarskó sem hún klæddist einu sinni, sérsmíðaða skó, ég get ekki einu sinni borið fram nafnið á hönnuðinum. Ég reyndi allt áður en ég fór að nota úrslitakosti. En þegar ég lagði til að selja eitthvað af fatnaðinum til að bæta upp tapið missti hún sig.“

Eiginmaðurinn sótti að lokum um skilnað. Eiginkonan flutti til systur sinnar „sem heldur að ég sé djöfullinn,“ skrifar eiginmaðurinn.

„Hún heldur áfram að senda sms um að hún muni breytast, en ég trúi því bara ekki lengur, traustið er horfið. Ég get ekki hætt að hugsa um hvernig framtíð okkar hefði litið út, nú er þetta bara skápur fullur af dýrum fötum.“

Netverjar eru á því að viðbrögð eiginmannsins hafi ekki verið of harkaleg, og einhverjir nefndu sambærileg dæmi, þar sem verslunarfíkn olli slitum á sambandi. 

Nokkrir aðrir sögðu að þar sem makinn hefði ekki minnst á uppruna „erfðarinnar“ gætu þeir ekki metið aðstæðurnar rétt. Í athugasemd, sem flestir létu sér líka við, sagði að þar sem eiginmaðurinn sagði að hann gæti ekki treyst konu sinni lengur, þá væri sambandinu í raun lokið.

„Já maður, traust er klárlega það sem ég get ekki horft fram hjá. Eftir að hafa fundið þessa geymslu er eins og ég viti ekki einu sinni hver hún er lengur,“ skrifaði eiginmaðurinn sem svar við athugasemdinni. „Hún sver að hún muni breytast en fer líka í vörn þegar ég nefni að selja eitthvað. Hefðbundin fíknihegðun, held ég? Það sem fer alveg með mig er að ímynda mér hvað við hefðum getað notað þessa fjármuni í: Fyrsta húsið okkar. Ferðalög. Kannski jafnvel börn einhvern tímann. Nú eru það bara föt. Og skuldir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum