fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði

Pressan
Miðvikudaginn 18. júní 2025 03:15

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, dreifir sér nú hratt víða um heim og má nefna að innlögnum á sjúkrahús, vegna COVID-19, hefur fjölgað um 10% í Bretlandi að undanförnu. Nýja afbrigðið hefur verið nefnt „Nimbus“ og að sögn læknis fylgir því „mjög sársaukafullt“ sjúkdómseinkenni.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist nú náið með framvindu mála hjá þessu afbrigði.

Naveed Asif, heilsugæslulæknir í Lundúnum, segir að með smiti af þessu afbrigði fylgi „mjög sársaukafullt“ sjúkdómseinkenni sem er alvarleg hálsbólga, nánast eins og rakvélablöð séu í hálsinum. Finnur fólk fyrir miklum sársauka þegar það kyngir, yfirleitt aftast í hálsinum.

Einu ráðin gegn þessu er að hvílast, drekka nóg og taka verkjatöflur.

Mohamed Imran Lakhi, læknir, sagði í samtali við The Mirror að mjög algengt sé að fólk fái hálsbólgu ef það smitast af þessu afbrigði veirunnar. Einnig séu þreyta, vægur hósti, hiti, beinverkir og stíflað nef meðal algengra einkenna. Sumir fái einnig niðurgang og ógleði sem sé frekar óvenjulegt fyrir kórónuveiruafbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð