fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk hefur sjaldan verið jafn umdeildur og hann er í dag. Þetta virðist hafa bitnað eitthvað á fyrirtæki hans, Teslu, en Wall Street Journal (WSJ) birti frétt í gær þar sem því var haldið fram að stjórn Tesla leitaði nú logandi ljósi að eftirmanni Musk sem gæti komið fyrirtækinu til vegs og virðingar á ný. Miðillinn hafði þetta eftir ónefndum heimildarmönnum.

Segja má að Musk hafi tekið þessari frétt vægast sagt illa. Á meðan flestir sváfu ákvað Elon Musk að hreinlega missa sig á samfélagsmiðli sínum X þar sem hann fékk útrás fyrir reiði sína með hástöfum.

„Það er STÓRFELLT BROT GEGN SIÐAREGLUM að Wall Street Journal hafi VÍSVITAND BIRT FALSKA GREIN og sleppt því að birta fyrst afdráttarlausa neitun frá stjórn Tesla.“

Og hann hélt áfram.

„WSJ grefur undan blaðamennsku“ og í annarri færslu sagði hann: „Það er ekki svo að allar fréttir WSJ séu rangar, en þær eru næstum allar andstyggilegar og villandi.“

Talsmaður Tesla gaf út yfirlýsingu eftir að fréttin umdeilda birtist en þar er fréttin sögð röng og að stjórn Tesla hafi upplýst miðilinn um það áður en fréttin var birt. Stjórn Tesla hefði áfram fulla trú á Musk.

Talsmaður WSJ segir miðilinn þó standa við fréttina. Tesla hafi fengið tækifæri til að senda yfirlýsingu áður en fréttin fór í birtingu. Það hafi fyrirtækið þó ekki gert.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans