Talsmenn Hvíta hússins segja aðgerðir Kínverjar vera „mikið áhyggjuefni“ ef rétt sé að þeir hafi tekið eyjuna á sitt vald.
BBC skýrir frá þessu og segir að bæði Kína og Filippseyjar hafi gert tilkall til eyjunnar og fleiri eyja í eyjuþyrpingunni Spratly Islands.
Það er ljósmynd af fjórum svartklæddum kínverskum hermönnum, sem halda á kínverska fánanum, á eyjunni Sandy Cay í Spratly Islands eyjaklasanum sem hefur hrist upp í fólki.
Sandy Cay er um 200 fermetrar að stærð og er nærri filippseyskri herstöð.
Kínverska ríkissjónvarpsstöðin CCTV segir að frá því byrjun apríl hafi Kínverjar „haldið uppi eftirliti á sjó og framfylgt fullveldislögsögu sinni á svæðinu“.
Þetta fer illa í Filippseyinga og ekki síst vegna þess að hin nálæga herstöð þeirra er notuð til að fylgjast með hreyfingum Kínverja í Suður-Kínahafi.