fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Pressan
Mánudaginn 21. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngum hefur verið talið að mikil notkun á nútíma upplýsingatækni ekki síst með tilheyrandi skjánotkun stuðli að því vitræn geta skerðist með tímanum og auki þar með hættuna á til að mynda elliglöpum. Ný rannsókn gefur það hins vegar til kynna að svo sé ekki.

Fjallað var nýlega um rannsóknina á heilsuvef CNN.

Minnt er í umfjölluninni á að nú sé fyrsta kynslóðin sem hafi komist í víðtæka snertingu við upplýsingatækni að nálgast elliárin. Rannsókninni, sem var á vegum tveggja háskóla í Texas, var ætlað að rannsaka þá algengu tilgátu að ævilöng notkun á upplýsingatækni geti mögulega veikt vitræna getu með tímanum.

Í læknavísindum hafa löngum verið uppi kenningar um að með því að virkja heilann og beina honum í hófi að nútíma tækni á yngri árum og þegar maður verður miðaldra haldi maður heilanum kröftugri þegar ellin sækir að.

Rannsóknin fólst þó fyrst og fremst í að greina fyrri rannsóknir. Í 136 eldri rannsóknum voru 411.430 eldri einstaklingar rannsakaðir og niðurstöðurnar í heild voru þær að notkun á upplýsingatækni minnkaði líkurnar á skertri vitrænni getu um 42 prósent. Skert vitræn geta var þá skilgreind sem smávægileg eða sem smávægileg elliglöp. Skilgreiningin náði líka til slakrar frammistöðu á prófum sem ætlað er að kanna vitræna getu.

Samfélagsmiðlar

Í hluta rannsóknanna var þátttakendum fylgt eftir í 6 ár en meðalaldur þeirra var 68 ár. Könnuð var notkun á meðal annars tölvum, snjallsímum, internetinu, tölvupósti, samfélagsmiðlum og einnig áhrif notkunar á þessu öllu saman og raunar fleiri þáttum.

Notkun á þessu öllu almennt var í öllum rannsóknunum tengd við minni hættu á skerðingu vitrænnar getu, fyrir utan þó notkun á samfélagsmiðlum en niðurstöðurnar varðandi þá voru misvísandi. Engin af 136 rannsóknunum gaf til kynna að upplýsingatækninotkun auki hættuna á að vitræn geta skerðist.

Vísindamennirnir leggja þó áherslu á að niðurstöðurnar þýði ekki að mælt sé með hömlulausri skjánotkun, enn sé margt á huldu um samband milli heilans og ýmissa þátta upplýsingatækni. Mælt er með hóflegri notkun.

Gallar

Ljóst er þó að rannsóknin er ekki alfarið gallalaus. Til að mynda kemur ekki fram nákvæmlega hvernig þátttakendur nýttu þá þætti upplýsingatækni sem skoðaðir voru og þá hvort notkunin hefði verið með þeim hætti að hún ýtti markvisst undir meiri vitræna getu.

Sömuleiðis kemur ekki fram í niðurstöðunum hver tímalengd notkunar var og þá hvort sé einhver hámarkstími sem tækninotkunin má ekki fara yfir til að hún fari ekki að ýta undir skerðingu á vitrænni getu. Ljóst er að erfitt getur verið að svara þeim spurningum sem lúta að göllum rannsóknarinnar vegna þess gríðarlega umfangs upplýsingatækni sem fólk stendur frammi fyrir í dag.

Leggja bera áherslu á að rannsóknin náði til aldurshóps sem fann fyrst fyrir hinum verulegu áhrifum upplýsingatækni á fullorðinsárum. Heili þessa fólks var þegar vel mótaður.

Þegar kemur að yngri aldurshópum sem hafa lifað við hina alltumlykjandi upplýsingatækni alla sína ævi er mjög óljóst hvort og þá hvernig niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast hvað þá þegar kemur að framtíðar kynslóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands