fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Pressan
Mánudaginn 14. apríl 2025 13:30

Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestir sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 segist óttast að það séu verri hlutir framundan en samdráttur í hagkerfum heimsins. Ray Dalio, stofnandi vogunarsjóðsins Bridgewater Associates, sagði í gær að ef Donald Trump Bandaríkjaforseti misstígur sig hvað tolla og efnahagsmál varðar þá sé ekkert gott í vændum.

„Ég held að við séum komin á stað þar sem þarf að taka ákvarðanir og við erum mjög nærri samdrætti. Og ég óttast að það sé eitthvað verra framundan en samdráttur ef ekki tekið rétt á þessu.“

Þarna var Dalio að bregðast við spurningu um það hvort það sé samdráttur framundan í hagkerfi Bandaríkjanna út af tollastefnu Trump. Dalio varar við því að Bandaríkin séu nú að brjóta niður fjármálakerfi sitt.

Dalio segir að sagan sé líklega að endurtaka sig. Bandaríkin séu nú að ganga í gegnum hrun peningakerfisins í pari við það sem átti sér stað í kringum kreppuna miklu snemma á 19. öld. Nú sé verið að beita tollum til tekjuöflunar hins opinbera, líkt og þá, ríkissjóður er stórskuldugur og valdhafar séu að bjóða kerfinu birginn. Framleiðsla hafi í auknum mæli færst út fyrir landsteinana og skuldir ríkissjóðs séu ósjálfbærar til lengri tíma. Honum þykir sérstaklega óþægilegt hversu mikið Bandaríkin skulda öðrum þjóðum á borð við Kína.

Það sé þó ekki of seint að bregðast við stöðunni en til þess þurfi að draga verulega úr halla ríkissjóðs.

„Ef ekki þá munum við glíma við framboðs- og eftirspurnarvanda varðandi skuldir á sama tíma og við glímum við önnur vandamál og afleiðingar þess verða verri en hefðbundinn samdráttur.“

Dalio hefur áður reynst sannspár en hann varaði við því árið 2007 að það stefndi í óefni í fjármálakerfinu. Innbyggð áhætta í kerfinu væri of mikil sem hefði í för með sér að vextir myndu hækka verulega þar til kerfið hrynji.

Hann hefur nú eins bent á það að það sé gífurlegur óvissutími hvað varðar alþjóðastjórnmál, innanlandsstjórnmál og fjármálakerfi. Kerfin sem við þekkjum séu að grotna í sundur. Þetta séu atburðir sem gerist vanalega bara einu sinni á ævi hvers manns þó að þeir hafi átt sér ítrekað stað í sögunni þegar sambærilegar og ósjálfbærar aðstæður eru til staðar í hagkerfum.

NBC greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?