fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

39 milljónir geta látist fyrir 2050 vegna banvæns ónæmis

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 22:00

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram til 2050 geta um 39 milljónir manna látist vegna banvæns ónæmis. Þetta er niðurstaða nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar.

Bakteríur, sveppir og aðrar örverur, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, áttu beina sök á dauða 1,3 milljóna manna 2019. Niðurstaða nýrrar stórrar rannsóknar er að staðan muni bara versna í framtíðinni.

Rannsóknin var gerð á vegum alþjóðlega verkefnisins Global Research on Antimicrobial Resistance. Niðurstaða hennar er að árið 2050 verði tala látinn á ári, komin upp í tvær milljónir. Í heilda munu um 39 milljónir láta lífið af völdum sýklalyfjaónæmis frá 2025 til 2050.

Rannsóknin byggir á miklu magni gagna um dánarorsakir og notkun sýklalyfja í 204 ríkjum frá 1990 til 2021. Með aðstoð tölfræðilíkana gerðu vísindamennirnir spá um þróun mála næstu áratugi.

Það er aðallega eldra fólk sem er í hættu. Rannsóknin sýnir að frá 1990 til 2021 hefur börnum, yngri en fimm ára, sem látast af völdum sýklalyfjaónæmis fækkað um rúmlega 50%. Helstu ástæður þess eru meiri þátttaka í bólusetningum og almennt séð betri heilsufarsskilyrði.

En dauðsföllum meðal fólks yfir sjötugu fjölgaði um rúmlega 80% á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Í gær

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf