fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Hún hefur verið frosin í tæpa hálfa öld og bíður eftir að geta hafið annað líf

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 03:26

Rhea Ettinger. Mynd:Cryonics Wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hálfa öld hefur líkami Rhea Chaloff Ettinger legið í fljótandi köfnunarefni í tanki sem líkist geimstöð. Í um áratug var hún eini „sjúkingurinn“ sem var geymdur í slíkum tanki hjá Cryonics Institute (CI).

Hún var sett í tankinn þann 23. september 1977 að eigin ósk en sonur hennar, Robert, er talinn vera frumherji þess að fólk láti frysta sig í von um að geta verið vakið til lífsins síðar.

Dennis Kowalksi, stjórnarformaður CI, sagði í samtali við Metro að það muni ekki valda Rhea vonbrigðum að vakna upp í heimi þar sem margskonar illska þrífst, mikil í samanburði við stríðsárin sem hún lifði.

„Ég held að Rhea myndi verða heilluð og full lotningar yfir hvernig þessi frábæri heimur hefur þróast. Hún myndi horfa á dómsdagsspámenn og neikvætt fólk og segja þeim að hætta þessu væli, því það viti ekki hversu slæmt ástandið var á hennar líftíma,“ sagði hann.

Það var Robert sem kom því til leiðar að móðir hans var fryst og síðan hafa margir fylgt í kjölfarið og látið frysta sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal