fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Bifhjólamaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur – Lögreglumenn misstu andlitið þegar þeir sáu upptökuna úr myndavél hans

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku stöðvaði lögreglan akstur bifhjólamanns á Herning-hraðbrautinni á Jótlandi í Danmörku. Ástæðan var að hann ók of hratt og að ekkert skráningarnúmer var á bifhjóli hans. Þess utan reyndist hann vera sviptur ökuréttindum. En það var meira í þessu lögreglan taldi í fyrstu.

Maðurinn var með myndavél á hjálminum sínum og hafði tekið upp margar klukkustundir af akstri sínum á bifhjólinu. Þegar lögreglan skoðaði upptökurnar misstu lögreglumennirnir andlitið.

„Ég held að ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum ekki haft mál líkt þessu hér í umdæminu áður og við vonum að með rannsókn okkar og kærum, höfum við komið í veg fyrir að saklausir vegfarendur verði framvegis fyrir brjálæðisakstri af þessu tagi,“ er haft eftir Amrik Singh Chadha, yfirlögregluþjóni, í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Á upptökunum sést þegar ökumaðurinn, sem er 29 ára, ekur aðeins á afturhjólinu og fer mjög hratt yfir. Hann hefur nú verið kærður fyrir 25 brot af þessu tagi á grundvelli upptakanna. Hann hefur einnig verið kærður fyrir brot á hegningarlögunum fyrir að hafa stofnað lífi og öryggi annarra í hættu.

En þar með eru kærurnar ekki upptaldar, því hann hefur einnig verið kærður fyrir 38 tilfelli brjálæðisaksturs með því að aka of hratt.

Upptökurnar komu lögreglunni einnig á slóð tveggja annarra ökumanna sem tóku þátt í brjálæðisakstri með manninum.

Hald hefur verið lagt á bifhjól þremenninganna og þeir sviptir ökuréttindum.

Saksóknarar munu væntanlega krefjast þungra refsinga yfir þeim og að bifhjól þeirra verði gerð upptæk til ríkissjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?