fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Andrés prins er þyrnir í augum Karls konungs – Nú eru bara tveir valkostir í boði

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 04:10

Andrés prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés prins hefur verið mikill höfuðverkur fyrir bresku konungsfjölskylduna á síðustu árum og þá sérstaklega fyrir Karl konung. En nú bendir ýmislegt til að konungurinn sé alveg við það að fá sig fullsaddan af bróður sínum sem virðist vera erfiður viðureignar og dýr í rekstri.

The Times segir að nú séu tveir valkostir í boði fyrir prinsinn: Að flytja eða borga.

Fyrir utan að hafa kallað skömm yfir konungsfjölskylduna vegna náins vinskapar hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein hefur Andrés verið ansi erfiður viðureignar.

Hann hætti að sinna verkefnum á vegum konungsfjölskyldunnar 2020 vegna Epstein-málsins. En hann krafðist þess samt sem áður að fá að búa áfram í hinni stóru Royal Lodge höll við Windsor kastala.

Karl konungur hefur lengi reynt að telja Andrés á að flytja úr höllinni, sem er risastór, þar eru 30 svefnherbergi, og er hún metin á sem nemur um 5 milljörðum íslenskra króna.

Konungurinn telur að það sé meira viðeigandi að Andrés búi í Frogmore Cottage sem var standsett í tengslum við brúðkaup Harry prins en húsið hefur staðið autt síðan Harry og Meghan fluttu til Bandaríkjanna.

Andrés, sem var eitt sinn númer tvö í erfðaröðinni að krúnunni, hefur þvertekið fyrir að flytja en nú bendir flest til að Karl konungur hafi sett honum úrslitakosti.

The Times segir að Karl hafi sagt honum að annað hvort greiði hann sjálfur kostnaðinn við búsetuna í Royal Lodge en að öðrum kosti flytji hann í „meira viðeigandi húsnæði“.

Ef hann velur fyrri kostinn, verður það honum dýrt. Lögreglan telur hann ekki lengur þurfa vernd hennar og því sér einkafyrirtæki um öryggisgæsluna við heimili hans. Hún kostar sem nemur 520 milljónum íslenskra króna á ári og greiðir Karl konungur þann kostnað. En ef Andrés velur að búa áfram í höllinni verður hann sjálfur að greiða þessa upphæð.

Ef hann flytur í Frogmore Cottage þarf hann ekki að greiða fyrir öryggisgæslu því húsið er svo nærri Windsor að það fellur undir öryggisgæsluna þar.

Andrés er sagður þurfa að taka ákvörðun í málinu fyrir vetrarbyrjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér