fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Undir norsku steinhringjunum var leyndarmál

Pressan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 16:30

Frá uppgreftrinum. Mynd:Museum of Cultural History, University of Oslo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fann hópur fornleifafræðinga frá norska menningarsögusafninu steinhringi nærri Fredrikstad, sem er um 80 km sunnan við Osló. Þarna hafði steinum, sem voru allt að 2 metrar í þvermál, verið raðað upp saman eins litlum steinum sem eru notaðir við gatnagerð, nema hvað þessir voru grafnir nokkra sentimetra undir yfirborðinu.

Ljóst var að staðsetning steinanna var ekki tilviljanakennd. „Þeir höfðu verið þarna eins og leyndarmál þar til við fundum þá,“ sagði Guro Fossum, fornleifafræðingur, í samtali við Science Norway og bætti við: „Við fundum þá einn af öðrum og enduðum með 41 steinhring.“

Einn stór steinn var miðpunkturinn í hverjum hring og nokkrum minni steinum var raðað í kringum hann. Þegar byrjað var að grafa við steinana komu brunnin bein og leirkerabrot í ljós.

Rannsókn hefur leitt í ljós að næstum öll beinin eru úr börnum sem létust á tímabilinu frá 800 til 200 fyrir Krist. Mörg þeirra kornabörn og önnur á aldrinum 3 til 6 ára.

„Rannsóknin sýnir að grafstæðið var notað í langan tíma, svo þau geta ekki öll hafa dáið af völdum sömu náttúruhamfaranna eða sjúkdóms eða faraldurs,“ sagði Fossum.

Í tilkynningu frá safninu kemur fram að staður eins og þessi, þar sem fornar grafir með börnum eru á einum stað, sé einstakur í Evrópu.

Svæðið í kringum svæðið er skreytt með úthöggnum steinum sem sýna ferðalög og átrúnað á sólina.

Sérfræðingar segja að tíðni barnadauða hafi líklega verið há á þessum tíma en að öðru leyti vita þeir ekki af hverju börnin voru jarðsett þarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“