fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að rífa hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum

Pressan
Sunnudaginn 28. júlí 2024 21:30

Máfur. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 29 ára gamli fjölskyldufaðir, Franklin Zeigler, á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir dýraníð og ýmis önnur brot eftir að hann reif hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum af barnungri dóttur hans. Atvikið átti sér stað í New Jersey-fylki en í umfjöllun erlendra miðla segir að Zeigler hafi gjörsamlega tryllst þegar mávurinn stakk sér niður og stal góðgætinu af dóttur hans.

Í bræði sinni þreif Zeigler í mávinn og reif af honum hausinn á meðan skelfdir vegfarendur fylgdust með. Bað hann síðan nærstaddan einstakling um plastpoka svo hann gæti losað sig við hræið.

Laganna verðir voru fljótir á vettvang og hugðust handataka Zeigler sem var ekki á þeim buxunum heldur slóst við þá af öllu afli fyrir framan dóttur sína.

Auk kærunnar vegna dýraníðsins var Ziegler kærður fyrir að streitast á móti handtöku og hlýða ekki fyrirskipunum lögreglu. Verður hann dreginn fyrir dóm þann 9. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð