fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Klófestu loks morðingja ungrar móður tæpum sextíu árum eftir ódæðið – Var á meðal kistubera í útför hennar

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 21:31

Hjónin Karen og Paul Snider

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Chicago hefur loks haft hendur í hári miskunnarlauss morðingja ungrar móður sem sloppið hafði undan klóm réttvísinnar í tæp 60 ár.

Kalda vetrarnótt þann 12. nóvember 1966 kom Paul Snider, sem þá var 23 ára gamall,  heim frá vinnu sinni. Hann var stressaður enda hafði hann reynt að hringja heim í eiginkonu sína, hina 18 ára gömlu Karen Snider, nokkrum sinnum auk þess sem foreldrar hans höfðu áður bankað upp á án svars. Þegar Paul kom keyrandi að heimili sínu krossbrá honum því slökkt var á útiljósum heimilisins og dregið var fyrir gluggatjöld. Það var mjög óvenjulegt.

Versta martröð Pauls raungerðist þegar hann gekk í ofboði inn í húsið. Á svefnherbergisgólfi heimilisins fann hann lík eiginkonu sinnar, Karen Snider, sem var aðeins 18 ára gömul. Hún hafði orðið fyrir hrottalegri árás en á líkama hennar voru 125 stungusár eftir eggvopn. Eina ljósið í myrkrinu var að í öðru herbergi fann Paul tveggja mánaða dóttur þeirra, Paulu, ómeidda í vöggu sinni.

Böndin beindust fyrst að eiginmanninum

Eins og gefur að skilja tók lögregla rannsókn málsins föstum tökum. Fljótlega fór grunurinn að beinast að eiginmanninum sjálfum en að endingu var Paul hreinsaður af öllum grunsemdum þegar að blóð, sem fannst á vettvangi glæpsins og var talið vera úr morðingjanum, var ekki í sama blóðflokki og hann.

Fjölmargir voru yfirheyrðir og var einn aðili meira að segja handtekinn og tekinn af honum skýrsla. Böndin beindust að honum því sama kvöld og ódæðið átti sér stað hafði viðkomandi leitað sér aðhlynningar vegna skurðar á hendi sem reyndist þurfa að sauma. Við frekari skoðun reyndist blóðflokkur mannsins passa við blóðflokk morðingjans og þess fyrir utan var maðurinn fjölskylduvinur Snider-hjónanna, og var reglulegur gestur á heimili þeirra.

Þrátt fyrir grunsemdir lögreglu neitaði maðurinn því harðlega að tengjast málinu með nokkrum hætti. Hann ætti í vandræðum með áfengisneyslu sína og hafði runnið til og slasað sig þegar hann var í ölvunarástandi þennan tiltekna dag. Að endingu varð lögreglan að sleppa manninum úr haldi vegna ónógra sönnunargagna og smám saman fjaraði rannsókn málsins út.

Hlustaði á ömmu sína tala um morðið óleysta

Það var ekki fyrr en í desember 2022 sem skriður komst á málið að nýju þegar hinn 29 ára gamli, Kevin Seeley, hafði samband við lögreglu til þess að hvetja þá til þess að opna rannsókn málsins að nýju. Sagðist ungi maðurinn hafa heyrt ömmu sína tala um morðið og áhrif þess á nærsamfélagið árum saman og nú væri tími til kominn að leysa málið.

Morðinginn James Barbier

Með hjálp nútímatækni var hægt að rannsaka blóð morðingjans betur og þá leiddi í ljós að um var að ræða blóð hins 79 ára gamla James Barbier. Mannsins sem lögreglan hafði handtekið vegna málsins, þegar hann var 21 árs gamall, en komst ekkert áfram með.

Barbier hafði meðal annars samvisku í að vera á meðal kistubera í útför Karenar en þá var skurðurinn á hendi hann enn að gróa. Hann mun brátt þurfa að svara til saka fyrir hið hroðalega ódæði sem hann gerðist sekur um.

Dóttir Snider-hjónanna, Paula, fagnaði því að morðinginn hafði loksins náðst. Sagði hún föður sinn alltaf hafa grunað að James vissi meira en um málið en hann lét uppi. Illu heilli fékk Paul ekki að upplifa það að morðingi eiginkonu hans næðist því hann lést úr hjartaáfalli árið 1989, þá aðeins 45 ára að aldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?