fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Málmleitartækið afhjúpaði hvar svikahrappurinn geymdi fjársjóð sinn

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 19:30

Tveir silfurpeningar úr fjársjóðnum. Mynd:Świętokrzyska Exploration Group

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni hluta átjándu aldar og snemma á nítjándu öld bjó maður að nafni Antoni Jaczewski í Kielce, sem er borg nærri Jeleniowskie fjallgarðinum í Póllandi. Hann er sagður hafa verið ævintýramaður sem hafði í sig og á með því að svíkja og blekkja fólk.

Samkvæmt pólskum þjóðsögum þá gat Jaczewski sannfært fólk um lækningamátt sinn sem hann sagðist hafa fengið frá guðsmóðurinni „sem bjó með honum úti í óbyggðum“. Hann blekkti fólk svo til að koma heim til hans en hann bjó í Jeleniowskie fjallgarðinum.

Á þessum tíma geisaði stríð í Póllandi og faraldur herjaði á landið. Blanda af þessu tvennu virðist hafa sannfært fólk um það væri snjallt að leita til Jaczewski. Greiddi fólk honum með gull og silfurmyntum fyrir veitta þjónustu.

Lögreglunni bárust njósnir af þessu og að lokum var hann handtekinn og settur í fangelsi en honum tókst að flýja og hélt áfram fyrri iðju við að blekkja fólk. Hann var handtekinn á nýjan leik 1712 og dæmdur í ævilangt fangelsi.

Live Science segir að síðan hafi liðið rúmlega 300 ár, eða allt til 2022 þegar fjársjóðsleitarmenn, vopnaðir málmleitartæki, hafi fundið fjársjóð Jaczewski, gullið og silfrið sem fólk greiddi honum með. Yfirvöld héldu fundinum leyndum næstu tvö árin og sagði talsmaður Swietkszyska Exploration Group, hópsins sem fann fjársjóðinn, að það hafi verið þess virði að bíða. Nú liggi fyrir að búið sé að staðfest hina sönnu sögu sannrar goðsagnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið