fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

DNA úr Neanderdalsmönnum er enn í erfðamengi okkar

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 21:30

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópurinn hafði ferðast mörg þúsund kílómetra yfir Afríku og Miðausturlönd áður en hann kom í dimman skóg í nýju heimsálfunni. Þetta voru einir fyrstu mennirnir, Homo sapiens, sem komu til Evrópu.

Þeir hittu líkega fjarskylda ættingja sína, Neanderdalsmennina, fljótlega eftir komuna til Evrópu. Neanderdalsmennirnir voru með stórt höfuð, miklar augabrýr og sveran búk. Þeir höfðu verið lengi í Evrópu og höfðu lagað sig að svölu loftslaginu þar.

Næsta árþúsundið lifðu þessar tvær tegundir í Evrópu, þær hittust, áttu samskipti og mökuðust.

Nú, tugþúsundum ára síðar, er enn hægt að finna ummerki um þessa blöndun tegundanna í nútímamönnum, erfðaefni frá Neanderdalsmönnum.  Þessi DNA hafa áhrif á okkur, bæði lítil og mikil, allt frá útliti okkar til hættunnar á að fá sjúkdóma.

„Á sumum sviðum er erfðamengi okkar meira frá Neanderdalsmönnum komið en frá mönnum,“ sagði Joshua Akey, prófessor í erfðafræði við Princeton háskóla, við Live Science.

Neanderdalsmenn voru nánustu ættingjar okkar nútímamanna og við berum arfleið þeirra í okkur.

Sriram Sankararaman, prófessor í tölvunarfræði og erfðafræði við UCLA, sagði Live Science að í upphafi hafi nútímamenn erft allt erfðamengi Neanderdalsmanna. En með hverri kynslóð hafi þetta DNA verið brotið niður og stokkað upp í ferli sem kallast erfðafræðileg endurröðun.

DNA Neanderdalsmanna var almennt séð „skaðlegt“ fyrir nútímamenn og því var því eytt hratt úr DNA nútímamanna í þróunarferlinu. Þetta endaði með því að í stóran hluta DNA nútímamanna vantar DNA úr Neanderdalsmönnum að sögn Sankararaman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“