fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Varð sí og æ drukkin án þess að hafa drukkið dropa af áfengi

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 19:45

Hún drakk ekkert áfengi en varð samt ölvuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tveggja ára tímabili var kona, sem nú er fimmtug, flutt sjö sinnum á bráðamóttöku vegna þess að hún var ölvuð. En það undarlega í þessu öllu var að hún hafði ekki drukkið einn dropa af áfengi í öll þessi skipti.

Þegar hún kom á bráðamóttöku virtist hún vera mjög þreytt, hún var þvoglumælt og áfengislykt lagði frá vitum hennar en eins og fyrr sagði hafði hún ekki drukkið einn einasta dropa af áfengi.

Þetta ölvunarástand olli henni vandræðum því hún átti til að sofna þegar hún var að undirbúa sig fyrir að fara í vinnu eða jafnvel þegar hún var að elda mat. Hún gat ekki mætt til vinnu vikum saman og ölvunarástandið hafði einnig áhrif á matarlyst hennar.

Fjallað var um mál hennar í grein í vísindaritinu Canadian Medical Association Journal nýlega. Þar kemur fram að læknar á bráðamóttöku hafi alltaf, nema þegar konan kom þangað í síðasta sinn, greint hana með áfengiseitrun. Konan hafði hins vegar ekki neytt áfengis árum saman af trúarlegum ástæðum og fjölskylda hennar staðfesti það við lækna.

Í síðustu heimsókn hennar áttuðu læknarnir sig á að sjúkrasaga konunnar innihélt vísbendingu um hvað væri að valda þessu ölvunarástandi.

Áður en ölvunarástandið fór að herja ítrekað á konuna, hafði hún glímt við síendurtekna þvagfærasýkingu á fimm ára tímabili. Læknar höfðu ávísað sýklalyfjum á hana vegna þessa.

Læknana fór að gruna að sýklalyfin hafi ekki aðeins tekist á við þvagfærasýkinguna, heldur hafi þessir stóru skammtar eytt gagnlegum bakteríum í meltingarfærum hennar. Þetta hafi líklega gert ýmsum sveppategundum í meltingarfærunum kleift að koma sér vel fyrir. Sumir þessara sveppa geta látið kolvetni gerjast og þannig búið til sitt eigið áfengi.

Það getur reynst mjög erfitt að staðfesta sjúkdómseinkenni þessa „sjálfsbruggunar sjúkdóms“ því hann er mjög sjaldgæfur en innan við 100 tilfelli hafa verið staðfest á heimsvísu síðan sjúkdómurinn uppgötvaðist seint á fimmta áratugnum.

Læknar settu konuna á lyf sem vinna gegn sveppum og einnig var hún látin borða mjög kolvetnissnauðan mat til að sveppirnir hefðu ekki hráefni til að brugga úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?