fbpx
Sunnudagur 23.júní 2024
Pressan

Þetta er lykillinn að því að losna við aukakílóin – Gleymdu því að fara í megrun

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 04:05

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagsnammi, kökur, snakk, bjór, rauðvín og steikur. Þetta er það sem freistar margra um helgar og það getur reynst erfitt að standast freistinguna. Með tímanum getur þetta, og fleira sem er innbyrt, orðið til þess að aukakílóin fara að safnast fyrir.

En hvernig er best að losna við þau? Er eina ráðið að fasta til að losna við þau? Kannski ekki sagði einkaþjálfarinn Troels Bagge í samtali við TV MIDTVEST.

Hann sagði að ef maður er kominn í þá stöðu að aukakíló hafi safnast fyrir, sé mikilvægt að muna að leyfa sér að „syndga“ inn á milli. Hann sagði að megrunarkúr í eina viku eða mánuð komi ekki að miklu gagni ef hann er ekki grunnurinn að lífsstílsbreytingu.

„Ef maður hefur haft tilhneigingu til að verða of þungur, þá mun það alltaf fylgja manni. Maður verður því fyrst og fremst að líta á þetta sem lífsstíl sem verður að breyta að eilífu. Róm var ekki byggð á einum degi, en eftir því sem líður á baráttuna verður maður ánægður og hamingjusamur,“ sagði hann.

Hann sagði að það séu þrír lykilþættir sem skipta öllu þegar kemur að því að losna við aukakílóin.

Svefn – Ef maður vill léttast er mikilvægt að fá nægan svefn. Það hljómar kannski eins og það sé ekkert mál, en ef þú ert meðal þeirra sem eiga erfitt með nætursvefn, þá er það vandamál sem mikilvægt að takast á við. „Svefn er gríðarlega mikilvægur, því það er þá sem þú hleður batteríin. Það er þá sem líkaminn fær nýja orku. Þú borðar heldur ekki á meðan þú sefur, svo þú innbyrðir ekki hitaeiningar,“ sagði hann.

Mataræði – Hann benti á að ef maður vill léttast, þá kemst maður ekki hjá því að skoða matarvenjur sínar ofan í kjölinn. Það þurfi að venja líkamann við að fá of fáar hitaeiningar. „Þetta snýst um grænmeti, kjúkling og feitan fisk. Þetta snýst um að neyta þess sem færir líkamanum meiri orku,“ sagði hann.

Hreyfing – Síðasta atriðið er hreyfing. Hann sagði að það sama gildi hér og með mataræðið, það þarf að byrja hægt og rólega þannig að hreyfingin verði viðráðanleg og maður gefist ekki upp. Það sé hægt að fara í fleiri göngutúra, byrja að stunda einhverja íþrótt eða skella sér í líkamsræktarstöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðamæringur byggir hús fyrir heimilislausa – 99 komin og fleiri á leiðinni

Milljarðamæringur byggir hús fyrir heimilislausa – 99 komin og fleiri á leiðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpaður út í Fox eftir viðtal við fyrrum þingforseta – „Enginn getur nokkurn tímann treyst Fox fréttastofunni“

Trumpaður út í Fox eftir viðtal við fyrrum þingforseta – „Enginn getur nokkurn tímann treyst Fox fréttastofunni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kenning í máli unga mannsins sem hvarf á Tenerife gæti kollvarpað rannsókn málsins

Kenning í máli unga mannsins sem hvarf á Tenerife gæti kollvarpað rannsókn málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

4 ára stúlka fannst látin í skógi við hlið 6 ára slasaðrar systur sinnar

4 ára stúlka fannst látin í skógi við hlið 6 ára slasaðrar systur sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fannst við strætóskýli – Gæti selst fyrir 5 milljarða

Fannst við strætóskýli – Gæti selst fyrir 5 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur munnskolið þitt valdið krabbameini?

Getur munnskolið þitt valdið krabbameini?