fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Pressan

Þess vegna á aldrei að treysta systur sinni – Lét bróður sinn borða ömmu þeirra

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 04:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þeirra sem eiga systkin kannast eflaust við að mikil barátta hafi oft átt sér stað í systkinahópnum og eigi sér jafnvel stað löngu eftir að komið er á fullorðinsár.

Oft byrjar þetta hægt og rólega en skyndilega tekur hver hrekkurinn og brandarinn við af öðrum og stundum fer þetta úr böndunum.

En maður einn átti enga von á því að systir hans myndi finna upp á svo svakalegum hrekk sem hún gerði.

Kona, sem kynnti sig sem Cheyenne frá Narre Warren (sem er í Ástralíu), hringdi í hinn vinsæla morgunþátt „Fifi, Fev & Nick“ á útvarpsstöð einni í Melbourne. Saga hennar kom bæði þáttastjórnendum og hlustendum í opna skjöldu.

„Ég borðaði ömmu mína,“ sagði Cheyenne og er óhætt að segja að þáttastjórnendurnir, og væntanlega hlustendur, hafi þá sperrt eyrun.

Hún sagði að amma hennar hefði dáið í ágúst á síðasta ári og hafi lík hennar verið brennt. Til að takast á við sorgina og til að reyna að hressa móður sína við, stakk hún upp á að þær myndu prufa að smakka á ömmu. Það gerðu þær.

En þar með lauk sögunni ekki því hún sagði að þegar bróðir hennar losnaði úr fangelsi og flutti til hennar, hafi hún bætt öskunni út í pastasósu í gríni. Hann borðaði þetta með bestu lyst að hennar sögn enda vissi hann ekki að amma hans væri í sósunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu