fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Pressan

Foreldrar systranna dóu með nokkurra daga millibili

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 14:30

Nigel og Marjan dóu með nokkurra daga millibili.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar systur, átta og fjögurra, standa nú eftir foreldralausar eftir að mamma þeirra og pabbi dóu með nokkurra daga millibili. Faðir þeirra, Nigel Joyce, lést þann 31. maí og í gær, þann 6. júní, lést móðir þeirra, Marjan.

Ástralski fjölmiðillinn News.com.au greinir frá þessu en bæði Nigel og Marjan glímdu við krabbamein sem dró þau til dauða. Nigel var með ólæknandi heilaæxli, glioblastoma, en Marjan greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum árum.

Læknar töldu að meinið væri horfið, eða allt þar til Marjan fékk flog fyrir nokkrum vikum en þá kom í ljós að krabbameinið var komið upp í höfuð.

Hjónin voru búsett í Christchurch á Nýja-Sjálandi og skilja þau eftir sig dæturnar Oriana og Emily.

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir systurnar sem ganga nú í gegnum mikla sorg. Hefur hún gengið vonum framar og hafa nú þegar safnast tæplega ellefu milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neanderdalsmenn gátu talað – Hversu þróað var tungumál þeirra?

Neanderdalsmenn gátu talað – Hversu þróað var tungumál þeirra?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli ef maður er of feitur í áratug eða lengur

Auknar líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli ef maður er of feitur í áratug eða lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti