fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Dularfullt ástand í skrifstofubyggingu – Hver á fætur öðrum greinist með sömu tegund krabbameins

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 20:30

Jenny Havilah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn er hafin á því hvernig á því stendur að fimm konur, sem unnu í sömu skrifstofubyggingunni í Sydney í Ástralíu, greindust með sömu tegund krabbameins með skömmu millibili.

Konurnar störfuðu allar í umræddri byggingu sem er við Moore Street í suðvesturhluta borgarinnar.

Konurnar greindust allar með skjaldkirtilskrabbamein og sú sjötta greindist með góðkynja æxli í skjaldkirtli. Þrjár þeirra kvenna sem greindust með meinið unnu í sama rýminu, örfáum metrum frá hver annarri. Allar unnu konurnar á 5. og 6. hæð og hefur 6. hæðinni verið lokað í öryggisskyni.

Skjaldkirtilskrabbamein eru fremur sjaldgæf en þó algengari í konum en körlum. Talið er að um þrjú prósent allra krabbameina sem greinast hér á landi á hverju ári séu skjaldkirtilskrabbamein, samkvæmt grein í Læknablaðinu árið 2011. Í Bandaríkjunum getur ein af hverjum 55 konum vænst þess að fá skjaldkirtilskrabbamein á lífsleiðinni.

Í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að skoðað verði hvort eitthvað í umhverfinu, skrifstofubyggingunni sem slíkri, sé að valda þessari óvenjulega háu tíðni krabbameina hjá starfsfólki.

Á vef Krabbameinsfélags Íslands kemur fram að áhættuþættir skjaldkirtilskrabbameins séu ekki vel þekktir og þannig sé ekki vitað hvers vegna konur fá oftar bæði krabbamein og góðkynja sjúkdóma í skjaldkirtilinn en karlmenn. Þó sé vitað að jónandi geislun og erfðir geti haft áhrif á tíðni sjúkdómsins.

Jenny Havilah, ein þeirra kvenna sem greindust fyrir skemmstu, segir við 9News að hún hafi áhyggjur af samstarfsfólki sínu. „Þetta er óhugnanlegt. Ég hef áhyggjur af fólkinu sem deilir sama vinnustað og ég, ekki bara fólkinu sem er á 6. hæð heldur í öllu húsinu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?