fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Þetta voru draumastörf barnanna árið 2000 – Sláandi munur á 24 árum

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 10:35

Drengir hafa mun meiri áhuga en stúlkur á að starfa í tæknigeiranum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að tímarnir breytist og mennirnir með og það á svo sannarlega við um draumastörf barnanna. Óhætt er að segja að metnaður barna árið 2000 hafi verið dálítið annar en hann er hjá börnum dagsins í dag.

Mail Online vísar í könnun sem BT Group stóð fyrir fyrr á þessu ári og bar niðurstöðurnar saman við sambærilega könnun frá árinu 2000. Kannanir áttu það sameiginlegt að spyrja börn, 11-15 ára, út í það hvað þau vildu helst gera þegar þau yrðu stór.

Árið 2000 sögðust flestar stúlkur helst vilja starfa við eitt af eftirfarandi í þessari röð: Kennari, læknir, lögfræðingur, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir, viðskiptastjóri, dýralæknir, blaðamaður, ritari eða hárgreiðslukona.

Í könnuninni sem gerð var fyrr á árinu nefndu hins vegar flestar stúlkur eftirfarandi:

Hjúkrunarfræðingur, tískuhönnuður, lögfræðingur, áhrifavaldur eða skemmtikraftur, tölvuleikjahönnuður, snyrtifræðingur eða hárgreiðslukona, læknir, sjá um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki, atvinnumaður í íþróttum eða hugbúnaðarverkfræðingur.

Drengir sem spurðir voru að þessu sama árið 2000 sögðust flestir vilja verða viðskiptastjórar, vinna við upplýsingatækni, verkfræðingar, læknar, atvinnumaður í íþróttum, kennari, lögfræðingur, bifvélavirki, arkitekt eða lögregluþjónn.

24 árum síðar nefndu flestir drengir eftirfarandi störf: Tölvuleikjahönnuður, atvinnumaður í íþróttum, hugbúnaðarverkfræðingur, sérfræðingur í upplýsingatækni, áhrifavaldur eða skemmtikraftur, smiður, gagnasérfræðingur, læknir, lögfræðingur eða arkitekt.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að innleiðing svokallaðra STEM-greina í breskt skólakerfi árið 2001 virðist hafa haft tilætluð áhrif, einkum meðal drengja. Markmiðið var að auka vægi fræðigreina á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda þar sem hugvitið fær að njóta sín.

Victoria Johnson, sérfræðingur hjá BT Group, segir að niðurstöðurnar sýni að það sé enn útbreitt meðal stúlkna að tæknigeirinn sé ekki endilega fyrir þær. „Niðurstöðurnar sýna að við höfum enn verk að vinna þegar kemur að því að hvetja stúlkur til að fara í tækninám,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið