fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Pressan

„Innrásin hafin – Bandamenn ganga á land í Norður-Frakklandi“

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 04:00

Frá landgöngunni fyrir 80 árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Innrásin hafin Bandamenn ganga á land í Norður-Frakklandi“. Sagði á forsíðu Morgunblaðsins fyrir sléttum 80 árum, á D-deginum svokallaða þann 6. júní 1944. Þá hófst innrás Bandamanna á meginland Evrópu, stærsta hernaðaraðgerð sögunnar. Aðgerðin var lykillinn að frelsun Evrópu undan oki nasista og endurreisn lýðræðis í mörgum ríkjum hennar.

„BANDAMENN HÓFU INNRÁSINA í MORGUN. Innrásin er gerð í Norður-Frakkland og hafa hersveitir bandamanna verið settar á land í Normandí, við Signuósa og víðar. Flugher bandamanna veitir landgönguhersveitunum öflugan stuðning og komið hefir til átaka milli flota bandamanna og þýska flotans í Ermarsundi. Eisenhower hershöfðingi hefir birt dagskipan, þar sem hann hvetur föðurlandsvini í hernumdu löndunum-að fara eftir fyrirskipunum, sem hann muni gefa þeim. Stund frelsisins sje komin og lokabaráttan hafin. Fyrsta tilkynningin frá aðalstöðvum Elsenhowers var stutt og sagði aðeins: ,,í morgun voru herir bandamanna settir á land í NorðurFrakklandi, með aðstoð flota og flugliðs.“

Sagði því næst í frétt Morgunblaðsins sem skýrði síðan frá því að samkvæmt fréttum hafi Adolf Hitler sjálfur tekið við stjórn allra herja Þjóðverja og ætli sér að stjórna vörninni sjálfur. Þegar fréttin var skrifuð klukkan 9 að morgni höfðu ekki borist frekari fregnir um hversu fjölmennu liði Bandamenn hefðu komið á land eða hvort þeir hefðu náð fótfestu.

Horft til lands úr liðsflutningabáti.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fylgdist að vonum náið með atburðarásinni og klukkan 08.00 að staðartíma  skýrði það frá því að „nýr kafli í aðgerðum Bandamanna í lofti væri hafinn“. Fyrstu hermenn Bandamanna stigu fæti á strendur Normandí klukkan 06.30 en um nóttina höfðu mörg þúsund fallhlífahermenn stokkið niður innar í landinu og byrjað hernað gegn Þjóðverjum.  Það var ekki fyrr en á hádegi sem fréttamaður BBC skýrði frá því að D-dagur væri hafinn.

Gengið á land í Normandí.

Ekki var um neina smáaðgerð að ræða því fimm herdeildir, um 150.000 hermenn, voru fluttir yfir Ermarsund á þessum fyrsta degi innrásarinnar. Til þess voru notuð um 8.000 skip og bátar auk 11.000 flugvéla. Innrásin var fyrsta skref í hernaðaráætlun sem var nefnd Overlord en henni var ætlað að binda enda á valdatíma nasista og þar með síðari heimsstyrjöldina. Í lok dags höfðu Bandamenn náð fótfestu í Frakklandi og tæplega 11 mánuðum síðar hafði Þýskaland verið sigrað.

Í dag verður innrásarinnar minnst með ýmsum hætti í Normandí en þar eru afrek og fórnir hermanna Bandamanna langt frá því að vera gleymdar og nota heimamenn hvert tækifæri til að minnast þeirra og þakka fyrir frelsunina undan oki nasismans. Á mörgum þeirra safna sem þar eru og eru helguð innrásinni er mikil áhersla lögð á minnast óbreyttra hermanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi Evrópubúa. Á ljósastaurum hanga myndir af hermönnum sem féllu í innrásinni. Margir kirkjugarðar, þar sem aðeins hermenn eru grafnir, eru á svæðinu og er þeim vel við haldið og þangað leggja hundruð þúsunda manna leið sína árlega til að minnast þeirra sem féllu í átökunum. Bandaríski kirkjugarðurinn, í Colleville-sur-Mer, er sá kirkjugarður sem mesta athygli fær en þetta er fyrsti kirkjugarðurinn sem Bandaríkjaher tók í notkun í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni. Þar eru 9.380 bandarískir hermenn grafnir. Þar er einnig minnismerki með nöfnum 1.557 hermanna sem er saknað. Um ein milljón gesta heimsækir kirkjugarðinn árlega. Breskir og þýskir kirkjugarðar á svæðinu eru einnig vel sóttir.

Á vef BBC er hægt að fræðast ítarlega um innrásina og söguna á bak við hana og eftirmálana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neanderdalsmenn gátu talað – Hversu þróað var tungumál þeirra?

Neanderdalsmenn gátu talað – Hversu þróað var tungumál þeirra?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli ef maður er of feitur í áratug eða lengur

Auknar líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli ef maður er of feitur í áratug eða lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti