fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Pressan

Eftirlíking af dönsku megrunarlyfi hefur orðið sjö að bana í Bandaríkjunum

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 21:00

Ozempic inniheldur semaglútíð. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur höfðað mál á hendur fjölda lyfjaverslana og megrunarstöðva í Bandaríkjunum fyrir að selja lyf sem sagt var innihalda efnið semaglútíð. Semaglútíð er hið virka efni í lyfjum á borð við megrunarlyfin Wegovy og Ozempic.

TV2 segir að samkvæmt upplýsingum frá Novo Nordisk þá hafi verið tilkynnt um 442 tilfelli aukaverkana til bandarískra heilbrigðisyfirvalda af völdum falsks semaglútíðs. 319 af málunum eru skilgreind sem alvarleg. 99 leiddu til innlagnar á sjúkrahús og sjö enduðu með andláti.

Heilbrigðisyfirvöld hafa rannsakað vörurnar sem tengjast þessum málum og segir Novo Nordisk að semaglútíð hafi ekki verið í neinni þeirra. Hins vegar fundust óhreinindi í 24% af þessum fölsuðu megrunarvörum.

Novo Nordisk er eina fyrirtækið sem hefur heimild frá bandarískum yfirvöldum til að selja vörur sem innihalda semaglútíð. Fyrirtækið selur efnið ekki í hreinu formi. Þetta þýðir að ef því er haldið fram að efnið sé að finna í vörum frá öðrum fyrirtækjum en Novo Nordisk, þá er um falsanir að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku

Telja sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans