fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Ertu með hægðateppu? Þá skaltu borða þetta að kvöldi og kerfið verður komið í lag næsta morgun

Pressan
Sunnudaginn 26. maí 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur fyrir á bestu bæjum að fólk glími við hægðatregðu. Hjá sumum gerist þetta örsjaldan en hjá öðrum er þetta eitthvað sem gerist öðru hverju. Margir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka og gera kannski ekki neitt eða kaupa sér hægðalosandi efni.

En það þarf ekki endilega að nota sérstakt hægðalosandi efni því það er að sögn hægt að koma hægðunum í lag með því að borða ákveðinn mat áður en farið er í háttinn að kvöldi til. Á kerfið þá að vera komið í lag næsta morgun.

Eftir því sem EatingWell segir þá er hægðatregða eitthvað sem leggst á marga. Til dæmis glíma 16% fullorðinna Bandaríkjamanna við hægðatregðu. Ef aðeins er horft til aldurshópsins yfir sextugu, þá er hlutfallið 33%.

Ef þú lendir oft í því að fá hægðatregðu, þá getur ástæðuna verið að finna í mataræði þínu. Það hvernig þú borðar getur haft áhrif á meltinguna.

Isabel Vasquez, næringarfræðingur, segir að algengasta orsök hægðatregðu sé skortur á trefjum. „Trefjaríkt fæði hjálpar til við að bæta massa og vatni við hægðirnar og það hjálpar matnum að komast hraðar í gegnum kerfið,“ sagði hún að sögn New York Post.

Hún sagði að kjúklingabaunir séu góður matur til að koma hægðunum í lag. Þær innihalda mikið af trefjum og það er auðvelt að tilreiða þær á einfaldan hátt. Til dæmis er hægt að opna dós, krydda baunirnar og skella í ofninn. Ef þær eru eldaðar á réttan hátt, eru þær ekki aðeins bragðgóðar, heldur einnig fullar af næringarefnum og þarmavinalegum efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum
Pressan
Í gær

Víkingasverð með „mjög sjaldgæfri“ áletrun fannst á norskum sveitabæ

Víkingasverð með „mjög sjaldgæfri“ áletrun fannst á norskum sveitabæ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu sjö stjörnur þar sem mögulega eru vísbendingar um vitsmunalíf

Fundu sjö stjörnur þar sem mögulega eru vísbendingar um vitsmunalíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður