fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur í Bandaríkjunum komst að því að eiginmaður hennar hafði sett upp falda myndavél til að njósna um hana til að sanna að hún sé „löt og einskis virði“. Konan rak eiginmanninn úr húsinu og krafðist skilnaðar í kjölfarið. Í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit lýsti hún í örvilnan stöðu sinni og taldi eiginmanninn, sem bráðum yrði fyrrverandi, hafa brotið á sér og friðhelgi einkalífsins. Færslan snerist algjörlega í höndunum á henni því netverjar kepptust við að benda konunni á að hún væri vandamálið ekki eiginmaðurinn.

Þriggja barna móðirin sem var heimavinnandi útskýrði að rifrildið hafi hafist þegar eiginmaður hennar, sem var „hátekjumaður“, hélt því fram að skipulagshæfileikar eiginkonunnar væru ekki í samræmi við væntingar hans eftir að dóttir þeirra missti af vettvangsferð með skólanum.

Gleymdi að setja launaávísanir í póst

Viku eftir atvikið með vettvangsferðina gerði eiginmaðurinn aftur athugasemd við konuna eftir að hún hafði hafa vanrækt að senda launaávísanir til starfsmanna hans og viðurkenndi eiginmaðurinn að hafa sett upp falda myndavél þar sem sást að eiginkonan lá í sófanum og horfði á sjónvarpið þrátt fyrir að segjast hafa nóg að gera.

„Það er um það bil mánuður síðan ég komst að því að maðurinn minn hafði sett falda myndavél inn í stofuna okkar til að „sanna““ að ég sé löt og einskis virði. Þetta var lítil dulbúin myndavél falin inni í því sem leit út eins og hleðslutæki sem hann setti í innstungu í stofunni. Við eigum þrjú börn sem öll eiga fullt af hleðslutæki og svona, svo mig grunaði ekki neitt,“ segir konan í færslunni. „Maðurinn minn var að reyna að sanna það að stjórnunarhæfileikar mínir eru ekki í samræmi við staðla „Súper heimavinnandi mamma„ sem hann sem hátekjumaður setur og á skilið að hans mati.“

Skrifaði minnismiða til að minna sig á að skrifa undir leyfisbréfið en gleymdi því

Konan segir þetta hafa byrjað með leyfisbréfinu sem undirrita þurfti fyrir dóttur þeirra svo hún kæmist í vettvangsferð með skólanum.

„Ég viðurkenni að hlutirnir gerðust og við misstum af skilafrestinum fyrir leyfisbréfið. Ég hafði skrifað minnismiða fyrir mig að fylla blaðið út ákveðinn dag þar sem það var verkefni sem ég þurfti að vera 100 prósent einbeitt við. En þetta var í upphafi mánaðarins þegar ég versla sem mest og fer yfir heimilisreikninga og áskriftir. Ég þríf daglega en við notum þjónustu fyrir hreingerningar og garðinn sem ég þurfti líka að hafa umsjón með.

Í stuttu máli, 16 ára dóttir okkar hringir í manninn minn grátandi eftir að hún var búin að sækja yngri systur sína og segist ekki komast í ferðina. Maðurinn minn keyrði í skólann og óskaði eftir að fá að fylla leyfisbréfið út. Sem betur fer fékk hann það af því ferðin var þennan sama dag. Ég baðst innilega afsökunar,“ segir konan sem segir eiginmann hafa sett út á samskiptahæfileika hennar og bókhaldskunnáttu.

„Ég reifst við hann og sagði að hann gæti einbeitt sér að vinnunni sinni, á meðan vinnan mín heima hefur fullt af hreyfanlegum hlutum og tilfinningalegri vinnu líka og ég geri þetta allt á bak við tjöldin ef svo má segja. Hann heldur því fram að ég sé alls ekki með nóg að gera og eigi að gera „auðvelda“ hluti betur. Viku seinna reifst hann yfir ávísunum til starfsmanna hans, hlutur sem ég hefði getað gert daginn eftir.“

Var í símanum til að rannsaka matseðla 

Segir konan að maðurinn hafi þá sagt henni frá myndavélinni og hann sé með sönnun um fjölda skipta þar sem hún hafi bara hangið í símanum og því sé hún að bulla þegar hún segist upptekin og hafa nóg að gera. 

„Ég var í símanum að skoða máltíðir sem myndu henta mataræði dóttur okkar sem eæfir ballett. Ég var að skoða áskrift að frystum en hollum máltíðum sem við gætum borðað heima. Það að hann hafi bent á að ég lá stundum í sófanum þegar ég var að skoða þetta eða að ég horfði á þátt áður en ég útbjó kvöldmatinn gerði útslagið. Hann veit að það er níg að gera hjá mér í upphafi mánaðarins, sem var einmitt þegar átti að undirrita leyfisbréfið. Ég rak hann út úr húsinu, leitaði til lögfræðings og krafðist skilnaðar.“

Netverjar sýndu enda miskunn

Óhætt er að segja að samúð netverja lá ekki með konunni.

„Að lýsa því að fylla út leyfisseðil sem einhverju sem þú verður að fresta því það krefst mikillar og óslitinnar einbeitingar er bara galið,“ sagði einn. Annar samsinnti því og sagði: „Þarftu 100 prósent einbeitingu í heilan dag til að fylla út leyfisseðil fyrir barn? Lærðu tímastjórnun!“

Þriðji sagði: „„Ég er ekki sannfærður um að þú sért eins áreiðanleg og þú heldur að þú sért. Skildu við hann ef þú vilt en þú ert fífl þegar kemur að forgangsröðun sem foreldri.“

„Það sem mér finnst erfitt að lesa er að 16 ára dóttir þín hringdi í föður sinn í stað þín til að hjálpa henni út úr veseninu sem þú bjóst til,“ sagði næsti.

Einn benti á að 16 ára dóttirin tekur að sér verkefni sem ættu að vera á könnu heimavinnandi móðurinnar: „Einnig sinnir 16 ára unglingurinn hennar því að sækja yngri börnin. Ég ímynda mér að hún skutli þeim þá í skólann líka á morgnana.“

„Ég finn alveg fyrir gremju makans sem vinnur úti. Ef maður getur ekki treyst því að maki manns leggi sitt af mörkum í sambandinu þá er maður kvíðinn og hlutirnir ekki að virka. Hverju fleira ertu að klúðra? Þú misstir af frestinum til að senda launaávísanir til starfsmanna. Það er erfitt að byggja aftur upp traustið sem maður hefur misst til maka síns.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin