fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Pressan

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar

Pressan
Mánudaginn 8. apríl 2024 08:00

Mafían hefur lengi verið áhrifamikil á Ítalíu. Mynd: Flickr/Eneas De Troya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk yfirvöld segja að einn af helstu leiðtogum ítölskum mafíunnar, hinn sjötugi Francesco Schiavone, sé nú reiðubúinn til að starfa með lögreglunni og skýra frá ýmsu sem hann veit um mafíuna og starfsemi hennar.

Schiavone hefur setið í fangelsi í 26 ár en ekki hefur komið fram hvað veldur því að hann sé nú reiðubúinn til að aðstoða yfirvöld í baráttunni við mafíuna. Ekki er vitað hverju hann ætlar að skýra frá en yfirvöld telja það mjög stóran áfanga að hann sé nú reiðubúinn til samstarfs.

Talið er að hann viti hvernig mafían felur illa fengna fjármuni. Ef það er rétt og hann skýrir frá því, þá gæti það orðið þungt högg fyrir ítölsku mafíuna.

Schiavone gengur einnig undir nafninu „Sandokan“ en það er nafn vinsællar ítalskrar ævintýrapersónu, sjóræningja. Er hann sagður líkjast þessum sjóræningja nokkuð mikið.

TV2 segir að hann sé óumdeildur leiðtogi Casalesi-klansins og einn af valdamestu mönnunum Camorra-samtakanna sem eru ein af þremur stærstu samtökunum innan ítölsku mafíunnar.

Schiavone var dæmdur í ævilangt fangelsi 1988 fyrir ýmis afbrot, þar á meðal fjölda morða.

Flókin fyrirtækjanet

Vitað er að mafían sýslar með mikið magn reiðufjár en það er ekki það sem athygli yfirvalda beinist að nú. Talið er að stóru upphæðirnar sé að finna í flóknum fyrirtækjanetum og leynireikningum innanlands og utan þar sem, að minnsta kosti á yfirborðinu, löghlýðnir lögmenn, embættismenn, stjórnmálamenn, kaupsýslufólk og jafnvel lögreglumenn aðstoða mafíuna.

Ef lögreglunni tekst að varpa ljósi á uppbyggingu þessara fyrirtækja og þá sem koma við sögu er ljóst að margir munu missa embætti sín, vinnu og enda í fangelsi. Þetta gæti orðið mjög þungt högg fyrir mafíuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu sannur karlmaður? Val þitt á mat segir til um það

Ertu sannur karlmaður? Val þitt á mat segir til um það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strandgestirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað maðurinn kom með upp úr sjónum

Strandgestirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað maðurinn kom með upp úr sjónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur raðmorðingi á milli heims og helju eftir líkamsárás

Alræmdur raðmorðingi á milli heims og helju eftir líkamsárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Petit fjölskyldumorðin – Húsbrot, þrefalt morð og faðirinn sem lifði af

Petit fjölskyldumorðin – Húsbrot, þrefalt morð og faðirinn sem lifði af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð