fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Meintur leiðtogi dómdagssöfnuðar fyrir dómi – Ákærður fyrir morð á börnum

Pressan
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 07:00

Joshua (JJ) og Tylee. Mynd:Kaua'i Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meintur leiðtogi dómsdagssöfnuðar er nú fyrir rétti í Idaho í Bandaríkjunum. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt tvö börn eiginkonu sinnar. Þau voru sjö og sextán ára.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Chad Daybell sé sagður hafa aflað sér fylgjenda í gegnum bækur sem hann gaf út. Þær eru innblásnar af hugmyndafræði mormóna og fjalla um heimsendi.

Eiginkona hans, Lori Vallow, átti tvö börn áður en þau gengu í hjónaband og er Daybell ákærður fyrir að hafa myrt þau og fyrrum eiginkonu sína, Tammy. Börnin hétu JJ Vallow, sem var sjö ára, og Tylee Ryan, sem var sextán ára.

Ef Daybell verður fundinn sekur um morðin á hann dauðadóm yfir höfði sér.

Eiginkona hans var dæmd í ævilangt fangelsi  fyrir ári síðan fyrir morðin á börnunum og aðild að morðinu á Tammy.

JJ og Tylee hurfu á dularfullan hátt í Rexburg í Idaho í september 2019. Þeirra var leitað mánuðum saman en það var ekki fyrr en í júní 2020 sem lögreglan fann líkamsleifar þeirra á afskekktri landareign í eigu Daybell.

Lík JJ var vafið inn í ruslapoka, handleggir hans voru festir saman með límbandi fyrir framan líkamanna. Lík Tylee var brunnið.

Daybell var handtekinn eftir að líkin fundust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?