fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Pressan

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 06:30

Gráúlfur. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimaður, sem felldi gráúlf í janúar þegar hann var á sléttuúlfaveiðum, segist hafa talið að um stóran sléttuúlf væri að ræða. Þetta gerðist í Calhoun County í Michigan en þar hurfu gráúlfar af sjónarsviðinu fyrir 100 árum og því átti engin von á að rekast á slíkt dýr þar.

Live Science segir að erfðafræðirannsókn hafi staðfest að um gráúlf hafi verið að ræða en sérfræðingar vita ekki hvernig úlfurinn komst á þessar slóðir. Calhoun County er í suðurhluta Michigan Lower Peninsula en þar hafa gráúlfar ekki sést í heila öld. Í Upper Peninsula, sem er í um 400 kílómetra fjarlægð, halda um 630 gráúlfar til. Öðru hvoru hefur sést til úlfa á norðurhluta Lower Peninsula, um 200 kílómetra frá Calhoun County.

Í fréttatilkynningu frá náttúrverndarstofnun Michigan er haft eftir Brian Roell, líffræðingi, að sjaldgæft sé að það sjáist til úlfa svo langt frá heimkynnum sínum en á síðustu áratugum hafi borist fregnir af úlfum í Lower Peninsula.

Síðast var tilkynnt um gráúlf á norðurhluta Lower Peninsula 2014. En það er mjög óvenjulegt að gráúlfar komi svo sunnarlega sem Calhoun County er. Yfirvöld eru því að rannsaka hvernig stendur á því að úlfurinn var á þessum slóðum.

Úlfurinn vó 38 kíló en það er fjórum sinnum meira en sléttuúlfur vegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir alþjóðlega sakamáladómstólnum að „fara til helvítis“ fyrir að skipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gaza

Segir alþjóðlega sakamáladómstólnum að „fara til helvítis“ fyrir að skipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gaza
Pressan
Í gær

Fullkomlega hraust fólk notar hjólastóla til að fá forgang um borð

Fullkomlega hraust fólk notar hjólastóla til að fá forgang um borð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitaði að Sporðdrekanum í tvö ár án árangurs – Þá kom fréttakonan til sögunnar

Lögreglan leitaði að Sporðdrekanum í tvö ár án árangurs – Þá kom fréttakonan til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Braut bílrúðu og bjargaði ársgömlu barni – Foreldrarnir mótmæltu

Braut bílrúðu og bjargaði ársgömlu barni – Foreldrarnir mótmæltu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðskiptavinir McDonald‘s trúðu ekki eigin augum

Viðskiptavinir McDonald‘s trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjó í matvöruskilti í heilt ár – „Öruggi staðurinn minn“

Bjó í matvöruskilti í heilt ár – „Öruggi staðurinn minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sendi eiginmanninum djarfar góða nótt myndir – Yfirsást eitt atriði

Sendi eiginmanninum djarfar góða nótt myndir – Yfirsást eitt atriði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn – Nú er spurt hvort hún sé í raun saklaus

Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn – Nú er spurt hvort hún sé í raun saklaus