fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir andlát leikarans og ruðningsstjörnunnar OJ Simpson hafa ýmsir velt upp þeirri spurningu hvað gert verður við heilann úr honum. Simpson lést þann 10. apríl síðastliðinn, 76 ára að aldri.

OJ Simpson var á sínum tíma ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar og var til dæmis valinn leikmaður ársins árið 1973. Hann var einnig þekktur leikari og gerði það gott í bíómyndum og þáttum.

Sjá einnig: OJ Simpson látinn 76 ára að aldri

Simpson var ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown, og vini hennar, Ronald Goldman, árið 1994.

Veltu ýmsir því fyrir sér hvort hann þjáðist af áverkaheilabilun (CTE) eftir árin í NFL-deildinni en einkenni slíks heilaskaða geta meðal annars lýst sér í hegðunarbreytingum og aukinni árásarhneigð.

New York Post greinir frá því að nokkrir vísindamenn hafi farið þess á leit að gera rannsóknir á heilanum úr Simpson til að kanna hvort hann hafi þjáðst af CTE.

Lögmaður hans, Malcolm LaVergne, segir að Simpson verði brenndur og heili hans verði ekki fjarlægður áður en það verður gert. Vísindamenn muni því ekki gera neinar rannsóknir á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin