fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Pressan

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 20:30

Fullorðinsbleia. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög hefur dregið úr sölu á bleium fyrir börn en á sama tíma hefur salan á fullorðinsbleium aukist mikið. Ástæðan er auðvitað að börnum hefur fækkað og eldra fólki hefur fjölgað.

Þessu fær japanski bleiuframleiðandinn Oji Holdings nú að kenna á. BBC segir að fyrirtækið hafi nú ákveðið að hætta framleiðslu á barnableium en á móti ætli það að auka framleiðslu sína á fullorðinsbleium.

Þetta endurspeglar þróunina í Japan þar sem fæðingartíðnin hefur lækkað hratt um langt skeið. Á síðasta ári fæddist 758.631 barn í Japan og hafa fæðingar aldrei verið færri frá því að skráningar hófust. Þetta var 5,1% fækkun frá árinu áður. Þá fækkar þeim sífellt sem ganga í hjónaband. Það virðist ekki gagnast mikið að yfirvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að fá landsmenn til að stofna fjölskyldu.

Talsmaður Oji Holdings sagði BBC að svo mikið hafi dregið úr eftirspurn eftir barnableium að framleiðslunni verði hætt í september næstkomandi.

CNN segir að í september hafi japönsk yfirvöld skýrt frá því að rúmlega 10% landsmanna séu áttræðir eða eldri. Ef horft er á aldurshópinn 65 ár og eldri, þá er hann 29,1% af heildarmannfjöldanum.

Fæðingartíðni japanskra kvenna er 1,374 börn sem er þó ekki lægsta fæðingartíðni heims en hún er í Suður-Kóreu. Þar fæðir hver kona að meðaltali 0,84 barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð í háloftunum: Flugmaður útskýrir af hverju svæðið er svona varasamt

Martröð í háloftunum: Flugmaður útskýrir af hverju svæðið er svona varasamt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptavinir McDonald‘s trúðu ekki eigin augum

Viðskiptavinir McDonald‘s trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góður fengur hjá spænsku lögreglunni

Góður fengur hjá spænsku lögreglunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ung hjón elska að lifa eins og fólk gerði fyrir 80 árum

Ung hjón elska að lifa eins og fólk gerði fyrir 80 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Dauði ættleiddu stúlkunnar – Óskiljanlega morðið sem skók Spán

Sakamál: Dauði ættleiddu stúlkunnar – Óskiljanlega morðið sem skók Spán