fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Unglingsstúlka gufaði hreinlega upp fyrir 20 árum – Nú gæti lögreglan verið við að leysa málið

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 22:00

Lane McCluresMynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. maí 1994 hófst hið dularfulla mál er varðar hvarf hinnar 16 ára Lane McClures. Þá hringdi amma hennar í lögregluna og sagði að Lane væri horfin.

Lögreglan hóf rannsókn á hvarfi hennar og yfirheyrði meðal annars unnusta hennar sem sagðist hafa ekið henni að Volusia verslunarmiðstöðinni  í Flórída og hefði ekki heyrt frá henni eftir það.

Nokkrum dögum síðar hringdi amman aftur í lögregluna og sagði að Lane hefði hringt í sig og að henni hefði borist bréf frá henni sem hefðu verið póstlögð í bænum Melbourne, sem er einnig í Flórída. Í bréfunum stóð að hún hefði það gott og að hún myndi snúa aftur heim þegar hún væri orðin 18 ára.

Ákveðin ró komst þá yfir málið í nokkra mánuði eða þar til lögreglan komst að því að Lane hefði flutt til tveggja vinnufélaga sinna úr stórmarkaðnum þar sem hún vann. Þegar voru hinn 31 árs Brian Donley og unnusta hans.

Lögreglan yfirheyrði þau og þau sögðu það rétt vera að Lane hefði búið hjá þeim um skamma hríð en hefði síðan látið sig hverfa og hefðu þau ekki hugmynd um hvert hún hefði farið. Eftir þetta gerðist ekkert markvert í málinu fyrr en 12 árum síðar.

CBS News segir að þá hafi lögreglan aftur yfirheyrt unnusta Lane sem játaði þá að hafa logið í fyrstu yfirheyrslunni. Hann hafði ekki ekið henni að verslunarmiðstöðinni, heldur að Seabreeze brúnni þar sem hún fór upp í bíl sem fyrrgreind samstarfskona hennar ók.

Konan var  yfirheyrð 2018 en neitaði að vita nokkuð um hvarf Lane.

Nýjar vendingar urðu í málinu 2021 þegar lögreglunni barst ábending um að Brian Donley og/eða unnusta hans hefðu orðið Lane að bana. Lögreglan hóf þá rannsókn á nýjan leik og aflaði sér gagna til að styðja þetta.

Unnusta Brian var yfirheyrð á nýjan leik 2022 og var heitið friðhelgi ef hún myndi skýra satt og rétt frá. Þá breyttist frásögn hennar og sagðist hún hafa séð Brian verða Lane að bana. Þetta gerðist í hjólhýsi þeirra í hjólhýsahverfinu þar sem þau bjuggu.

Hún sagði að Brian hefði síðan haft í hótunum við hana um að hann myndi drepa hana ef hún segði nokkrum manni frá þessu.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Volusia sýslu segir að enn eitt púslið hafi bæst við þegar konan skýrði frá hvar Lane hefði verið grafin. Það var á lóðinni sem hjólhýsið stóð á.

Í síðustu viku hóf lögreglan uppgröft þar og á miðvikudaginn fann hún líkamsleifar þar. Telur lögreglan nokkuð víst að það séu líkamsleifar Lane en bíður enn endanlegrar niðurstöðu rannsóknar réttarmeinafræðinga. Fjölskyldu Lane hefur verið tilkynnt um þetta.

Ekki er hægt að handtaka Brian og yfirheyra því hann lést 2022, 49 ára að aldri.

Mike Chitwood, lögreglustjóri, segir í tilkynningu að hann voni að Brian hafi mætt annars konar refsingu en hann hefði sætt hér á jörðinni: „Ég vona í guðs nafni að þegar hann tók síðasta andardráttinn þann 26. maí 2022, hafi hann kannski haft á tilfinningunni að hann væri á leið til helvítis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?