fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Fæddist á hlaupársdag fyrir 40 árum – Eignaðist dóttur á hlaupársdag

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 07:00

Kai Sun og Chloe. Mynd:Shawn Rocco/Duke Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hlaupársdag fyrir 40 árum kom Kai Sun í heiminn. Það er svo sem ekki eitt og sér sérstaklega í frásögur færandi því börn fæðast jú alla daga ársins og skiptir þá engu hvort um hlaupársdag sé að ræða eða ekki. En nú er þessi fæðingardagur hennar orðinn ansi sérstakur því að á fimmtudag í síðustu viku, sem var hlaupársdagur, eignaðist hún dóttur.

Kai Sun, sem er prófessor í læknisfræði og gigtarlæknir við Duke Health í Bandaríkjunum, og eiginmaður hennar, Michael Paik, eignuðust þriðja barn sitt klukkan 05.12 að morgni hlaupársdags. Þetta er stúlka sem hefur fengið nafnið Chloe.

Chloe kom í heiminn þremur dögum eftir áætlaðan tíma. Sun ræddi við þáttastjórnendur „Good Morning America“ á fimmtudaginn og sagði að þau hjónin hafi rætt hversu skemmtilegt það yrði ef barnið kæmi í heiminn á hlaupársdag og það hafi gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum flóðbylgjum á Grænlandi

Loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum flóðbylgjum á Grænlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa hægt á snúningi jarðarinnar – Getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa hægt á snúningi jarðarinnar – Getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann