fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Uppgötvuðu rúmlega 100 nýjar tegundir og risastórt neðansjávarfjall – Myndband

Pressan
Laugardaginn 30. mars 2024 19:30

Það var margt spennandi á botninum. Mynd:Alex Ingle/Schmidt Ocean Institute

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn uppgötvuðu nýlega „ótrúlegan fjölda“ hugsanlegra nýrra tegunda sjávardýra sem og nokkur stór neðansjávarfjöll þegar þeir voru við rannsóknir undan ströndum Chile. Hæsta fjallið er um fjórum sinnum hærra en stærsta bygging heims.

Ótrúlegar myndir og myndbandsupptökur af neðansjávarlandslaginu sýna hversu magnað það er.

Rannsóknin fór fram frá 8. janúar til 11. febrúar og var notast við rannsóknarskipið Falkor. Aðaláherslan var á að rannsaka neðansjávarfjöll. Í heildina rannsökuðu vísindamennirnir 52.800 ferkílómetra svæði.

Fjögur áður óþekkt fjöll fundust. Það stærsta fékk nafnið Solito en það gnæfir 3.530 metra yfir sjávarbotninn og er því fjórum sinnum hætta en hæsta bygging heims, Burj Khalifa, sem er 828 metrar á hæð.

Live Science segir að vísindamennirnir hafi einnig notað neðansjávarvélmenni til að rannsaka hlíðar tíu fjalla. Við þá rannsókn hafi rúmlega 100 tegundir sjávardýra fundist og telji vísindamennirnir að þetta séu áður óþekktar tegundir.

Javies Sellanes, stjórnandi leiðangursins, sagði að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. Alltaf megi búast við að finna nýjar tegundir á afskekktum og lítt rannsökuðum svæðum en fjöldinn, sem fannst, sé miklu meiri en reiknað var með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð