fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Þrengja hringinn um svæðið þar sem „Pláneta Níu“ gæti leynst

Pressan
Sunnudaginn 3. mars 2024 18:30

Mynd úr safni. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa þrengt hringinn um svæðið þar sem „Pláneta Níu“ gæti leynst, ef hún er þá til. Hugmyndir hafa verið uppi um að ein pláneta sé ófundin í sólkerfinu okkar og ef það reynist rétt þá er það níunda pláneta sólkerfisins og þaðan kemur nafnið.

Það er frekar einfalt að finna plánetur í öðrum sólkerfum. Þegar pláneta fer fram hjá stjörnunni sinni sést að birtustigið frá stjörnunni minnkar. Með þessari aðferð hafa stjörnufræðingar fundið mörg þúsund plánetur í öðrum sólkerfum.

Frá jörðinni séð, þá eru það bara Venus og Merkúr sem fara fram hjá sólinni í sólkerfinu okkar. Ástæðan er að þetta eru einu pláneturnar sem eru fyrir innan jörðina á braut um sólina. Þessi aðferð kemur því ekki að neinu gagni við að finna plánetur og annað  í sólkerfinu okkar.

Ástæðan fyrir áhuga fólks á „Plánetu Níu“ og leitinni að henni er að árið 2015 kynntu tveir stjörnufræðingar hjá Caltech sönnunargögn um að sex hlutir, sem eru á braut utan Neptúnusar, væru í þannig þyrpingu að það bendi til að þeim sé „smalað“ saman af einhverju með mikið aðdráttarafl.

Nú hafa þessir sömu vísindamenn þrengt hringinn um þennan hlut sem þeir segja að sé með tvisvar til fjórum sinnum meiri radíus en jörðin.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið send til birtingar hjá vísindaritinu The Astronomical Journal, kemur fram að stjörnufræðingarnir notuðu gögn frá Pan-STARRS1 rannsókninni til að útiloka 78% af þeim stöðum sem höfðu verið taldir koma til greina í fyrri rannsóknum.

Sum af þeim svæðum sem þykja kom til greina sem líklegur staður fyrir „Plánetu Níu“ verða rannsakaðir í hinu væntanlega Vera Rubin verkefni.

En vísindamennirnir gerðu meira en að kortleggja hvar líklegast er að finna plánetunnar, þeir leituðu einnig skýringa á af hverju hún hefur ekki fundist fram að þessu. „Augljós ástæða er, auðvitað, að Pláneta Níu sé ekki til,“ skrifa þeir og bæta við að ef það sé rétt, þá þurfi nýjar skýringar á mörgum fyrirbærum sem hafa sést utarlega í sólkerfinu. Þar til þær skýringar liggi fyrir, þá verði áfram talið að kenningin um Plánetu Níu sé líklegasta kenningin.

Annar möguleiki er að Pláneta Níu sé enn utar í sólkerfinu og massífari en áður var talið. Þar með er erfiðara að koma auga á hana. Stjörnufræðingarnir telja að pláneta á borð við Plánetu Níu sé besta skýringin á brautum hluta í ytri lögum sólkerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun