fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Minnkar Viagra líkurnar á Alzheimers?

Pressan
Sunnudaginn 3. mars 2024 22:30

Viagra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viagra er auðvitað þekktast fyrir að vera stinningarlyf fyrir karla en niðurstöður nokkurra rannsókna benda til að lyfið geti dregið úr líkunum á Alzheimers.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að karlar sem taka svokölluð PDE5I (phophodiesterase 5 inhibitors), sem Viagra er hluti af, geti hugsanlega dregið verið síður líklegri til að þróa með sér algeng form elliglapa en þeir sem ekki taka slík lyf. Rannsóknin náði til tæplega 670.000 breskra karlmanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Viagra hefur verið tengt við minni líkur á að fá elliglöp. Allt frá því seint á tíunda áratugnum hafa niðurstöður margra rannsókna bent til að PDE5I lyf geti haft jákvæð áhrif á hugræna getu.

Í rannsókn, sem var birt 2021 í vísindaritinu Nature Aging, kemur fram að notkun Viagra geti dregið úr líkunum á Alzheimers um 69%. Rúmlega sjö milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt í þeirri rannsókn. Meðalaldur þátttakendanna var um 71 ár og notuð 116.000 Viagra.

PDE5I lyf, t.d. Viagra, virka þannig að þau auka blóðflæði til stinningarvefs getnaðarlimsins. Þetta gera þau með því að koma í veg fyrir að sameind, sem heldur  ákveðnum vöðvum í limnum afslöppuðum, brotni niður. Þessir slöku vöðvar gera blóði að flæða í stinngarvefinn og stækka æðarnar við kynferðislega örvun. Þegar þessi sameind brotnar niður of snemma, getur stinningin ekki haldist.

Góð þekking er til staðar á hvernig Viagra virkar á getnaðarliminn en ekki er vitað hvernig lyfið, og svipuð lyf, virka á heilabilanir á borð við Alzheimers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð