fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Pressan

Bjargaði lífi fimm ára dóttur með líffæragjöf – „Ég gerði það sem allar mæður myndu gera“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2024 13:30

Mæðgurnar Adleigh og Haley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir hjúkrunarfræðingsins Haley Bice, Adleight, greindist með lifrarsjúkdóm sem ungbarn og í langan tíma máttu Bice og eiginmaður hennar, Kendall, horfa upp á dóttur sína þjást. Adleigh er nú orðin fimm ára og í síðasta mánuði gaf Haley dóttur sinni 40 prósent af lifur sinni og bjargaði þannig lífi hennar.

„Hún er „sönn hetja fyrir litlu stelpuna okkar,“ segir Kendall. Haley segir að henni líði þó ekki sem hetju, heldur móður og hún hafi gert það sem hver einasta móðir myndi gera fyrir barnið sitt. 

Þegar Adleigh fæddist 27. mars 2018, var magn gallrauða hennar hátt. Þegar hún var sjö  vikna greindist hún með gallatresia, stíflu í slöngum sem flytja gall frá lifur til gallblöðru, sem getur leitt til lifrarskemmda og skorpulifur.  Að sögn læknis hennar, sem jafnframt er yfirmaður barnaígræðslu við UPMC barnaspítalann í Pittsburgh, voru miklar líkur á að Adleigh hefði dáið á næstu tveimur árum vegna sýkingar.

„Það er 80% dánartíðni,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að Adleigh hafi farið í aðgerð til að tengja lifrina við smágirni hennar, sem var ekki læknandi aðgerð en lengdi líf hennar, var fjölskyldunni sagt að einhvern tíma þyrfti hún líklega lifrarígræðslu.

Adleigh varði mestum hluta ævi sinnar í ársskömmtum af sýklalyfjum og var tíður gestur á bráðamóttökunni. Í október 2023 fóru læknar að ræða við foreldrana um ígræðslu og þá sagðist Haley hafa hugsað um að það í góðan tíma að verða líffæragjafi dóttur sinnar.

Síðasta vor, þegar Haley var í hjúkrunarfræðinámi vann hún rannsóknarverkefni sitt um lifandi lifrargjöf. Meðan á ferlinu stóð komst hún að því að móðir geymir nokkrar frumur barna sinna, sem getur dregið úr hættu á að líkami barnsins hafni líffæri frá móður.

„Mér fannst þetta vera besti kosturinn,“ segir Haley, sem útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur í maí 2023. Ekki er boðið upp á lifandi lifrargjöf í heimaríki þeirra, Alabama, svo fjölskyldan, ásamt fjögurra ára syni þeirra, Elijah, ferðaðist til Pittsburgh.

Daginn sem ígræðslan fór fram, 21. febrúar síðastliðinn, keyrðu foreldrar Haley hana á sjúkrahúsið. Eftir að hafa alltaf verið við sjúkrabeð dóttur sinnar fannst henni erfiðast að vera ekki við hlið hennar þegar hún myndi vakna eftir aðgerðina. Aðgerðin tók sjö tíma og gekk mjög vel. Mæðgurnar hafa jafnað sig hratt eftir aðgerðina og segir læknir Adleigh að horfur hennar séu mjög góðar og að hún eigi eftir að lifa heilbrigðu lífi.

Fyrir ígræðsluna tók fjölskyldan sér aldrei frí í meira en klukkutíma fjarlægð frá sjúkrahúsinu ef Adleigh yrði veik. Að sögn Haley gæri fjölskyldan núna kannski farið í siglingu eða skoðað heiminn saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni