fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Pressan

Z kynslóðin fær þvottaaðstoð með iPhone – „Við erum dauðadæmd!“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt sem við getum treyst á að verði alltaf í lífi okkar og það er þvottakarfan. Flíkurnar þarf að þvo og á mismunandi prógrammi, brjóta saman og ganga frá, dag eftir dag eftir dag.

Eins og þeir vita sem sinna þessu nauðsynlega verki í venjulegu heimilishaldi þá eru þvottaleiðbeiningar á hverri flík og sumir klóra sér í hausnum yfir hvað þessi merki öll þýða. Hin bandaríska Jennifer, sem er af Z kynslóðinni (e. Gen Z), sem eru einstaklingar fæddir á árunum 1997 til 2012, er þó ekki í neinum vandræðum með það.

Í myndbandi sem hún deildi á TikTok má sjá hana fá hjálp frá iPhone símanum sínum. Í myndbandinu má sjá hana taka mynd á símann af þvottamerki sem hún veit ekki hvað þýðir, svæpa og fá útskýringar. Síminn bauð henni einnig upp á að fá upplýsingar um þvottaþjónustu á netinu.

„Þú ert 23 ára þegar þú lærir að myndavélin á símanum getur sagt þér hvernig á að þvo fötin þín almennilega.“

@jennnyyyyjayyyy #laundryhack #cameraroll ♬ original sound – Jennifer

Myndbandið hefur fengið nærri tvö milljón áhorfa og yfir 67 þúsund hafa líkað við myndbandið. Flestir eru ánægðir og játa að vita ekki hvað mörg þvottamerkjanna þýða.

Aðrir voru hins vegar kjaftstopp yfir að fólk gæti ekki lagt þessi merki á minnið.

„Við erum dauðadæmd,“ skrifaði einn, meðan annar skrifaði: „Z kynslóðin þarf símana sína fyrir allt, þau gætu ekki lifað án hans.“

„Merkin skýra sig sjálf,“ skrifaði einn sem sér líklega alfarið um þvottinn heima.

Á netinu má finna leiðbeiningar um þvottamerkin meðal annars í bæklingi sem Elko gaf út árið 2020, upplagt að prenta út, innramma og hengja upp í þvottahúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Í gær

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún datt niður stigann – Ekki var allt sem sýndist

Hún datt niður stigann – Ekki var allt sem sýndist